Harkalegur niðurskurður 1. ágúst 2011 12:05 Mynd/AP Útlit er fyrir að leiðtogar stærstu flokka Bandaríkjanna hafi náð að afstýra greiðsluþroti þessa stærsta efnahagsveldi heims eftir að samkomulag náðist í gærkvöldi um að hækka skuldaþak ríkisins. Samkomulagið náðist á elleftu stundu því ef skuldaþakið verður ekki hækkað næsta sólarhringinn hefði þetta risaveldi í hagkerfi heimsins lent í vandræðum með að greiða af skuldum þjóðarinnar. Lög kveða á um hvað stjórnvöld mega skuldsetja ríkið en í gærkvöldi náðist samkomulag milli leiðtoga demókrata og repúblikana um að hækka þetta skuldaþak um 2,4 trilljónir dollara. Þar með sér fyrir endann á þessari heimatilbúnu kreppu sem hefur skekið Wall Street og höfuðborgina að undanförnu. Samkomulagið á þó raunar enn eftir að fara í gegnum þingið en búist er við að atkvæðagreiðsla um það fari fram í báðum deildum í dag. Fram kemur í vefútgáfu Washington Post í dag að í samkomulaginu felist harkalegur niðurskurður á opinberum útgjöldum en engar skattahækkanir. Barack Obama, Bandaríkjaforseti, sagði í Hvíta húsinu eftir að samkomulagið var í höfn að óreiða hefði einkennt viðræðurnar og þær hefðu tekið alltof langan tíma. Hins vegar hafi leiðtogar beggja flokka á endanum komið sér saman um málamiðlum og þakkar hann þeim fyrir það. Búist er við að strax í kvöld - að bandarískum tíma - náist að koma samkomulaginu í gegnum þingið, tæpum sólarhring áður en embættismenn höfðu varað við því að ríkið færi að skorta peninga til að greiða skuldir. Því lítur út fyrir að búið sé að afstýra fyrsta greiðsluþroti í sögu bandarísku þjóðarinnar. Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Útlit er fyrir að leiðtogar stærstu flokka Bandaríkjanna hafi náð að afstýra greiðsluþroti þessa stærsta efnahagsveldi heims eftir að samkomulag náðist í gærkvöldi um að hækka skuldaþak ríkisins. Samkomulagið náðist á elleftu stundu því ef skuldaþakið verður ekki hækkað næsta sólarhringinn hefði þetta risaveldi í hagkerfi heimsins lent í vandræðum með að greiða af skuldum þjóðarinnar. Lög kveða á um hvað stjórnvöld mega skuldsetja ríkið en í gærkvöldi náðist samkomulag milli leiðtoga demókrata og repúblikana um að hækka þetta skuldaþak um 2,4 trilljónir dollara. Þar með sér fyrir endann á þessari heimatilbúnu kreppu sem hefur skekið Wall Street og höfuðborgina að undanförnu. Samkomulagið á þó raunar enn eftir að fara í gegnum þingið en búist er við að atkvæðagreiðsla um það fari fram í báðum deildum í dag. Fram kemur í vefútgáfu Washington Post í dag að í samkomulaginu felist harkalegur niðurskurður á opinberum útgjöldum en engar skattahækkanir. Barack Obama, Bandaríkjaforseti, sagði í Hvíta húsinu eftir að samkomulagið var í höfn að óreiða hefði einkennt viðræðurnar og þær hefðu tekið alltof langan tíma. Hins vegar hafi leiðtogar beggja flokka á endanum komið sér saman um málamiðlum og þakkar hann þeim fyrir það. Búist er við að strax í kvöld - að bandarískum tíma - náist að koma samkomulaginu í gegnum þingið, tæpum sólarhring áður en embættismenn höfðu varað við því að ríkið færi að skorta peninga til að greiða skuldir. Því lítur út fyrir að búið sé að afstýra fyrsta greiðsluþroti í sögu bandarísku þjóðarinnar.
Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira