Logi leggur skóna á hilluna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. ágúst 2011 10:06 Logi Geirsson í leik með FH á síðasta tímabili. Mynd/Daníel Logi Geirsson hefur ákveðið að ljúka ferli sínum í handbolta vegna þrálátra meiðsla sem hann hefur mátt berjast við undanfarin tvö ár. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag. Logi varð Íslandsmeistari með FH á síðustu leiktíð en hann gat lítið spilað vegna meiðslanna á síðari hluta tímabilsins. Hann lék lengi sem atvinnumaður með þýska liðinu Lemgo og varð Evrópumeistari með liðinu í tvígang - er liðið vann EHF-bikarkeppnina árin 2006 og 2010. Logi hefur einnig verið lykilmaður í íslenska landsliðinu undanfarinn áratug og vann bæði til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 og svo brons á EM í Austurríki í fyrra. Yfirlýsing Loga í heild sinni: „„Þegar einar dyr lokast opnast aðrar" „Síðastliðin tvö ár hef ég verið að glíma við meiðsli í hægri öxl sem hafa gert mér erfitt fyrir að spila handbolta af fyrri krafti, þá íþrótt sem ég hef elskað frá barnsaldri. Í stað þess að halda áfram og bíða og vona að öxlin nái fyrri krafti þá hef ég ákveðið að leggja handboltaferilinn á hilluna frægu. Ferillinn minn í handbolta hefur farið fram úr mínum björtustu vonum. Minningar og árangur sem enginn getur tekið frá mér. Tvisvar sinnum EHF-CUP meistari með Lemgo 2006 og 2010, Íslandsmeistaratitill með FH, bronze með landsliðinu 2010 á EM og silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking árið 2011, auk þess sem ég hef verið sæmdur Fálkaorðu fyrir árangur minn á vellinum. Ég er þakklátur öllum þeim sem komið hafa að þjálfun minni, keyrt mig á æfingar, lánað mér handklæði, leiðbeint mér eða klappað fyrir mér fyrir framan sjónvarpið á mínum stærstu stundum sem íþróttamaður. Ég er mjög vel meðvitaður um að árangur minn, er árangur margra. Hafnarfjörður er vagga handboltans á Íslandi og mun ég beita mér fyrir því að íþróttin vaxi og dafni áfram í Hafnarfirði sem og á öllu Íslandi, þó svo að ég muni sinna því utan vallar framvegis. Þetta er búið að vera eitt risastórt ævintýri sem ég fór inní með þeim formerkjum að gefa af mér. Hvort sem það var innan sem utan vallar. Síðustu misseri hafa mér boðist tækifæri í markaðsetningu og kynningarvinnu fyrir Asics á Íslandi. Merkið er eitt það mest spennandi í íþróttum um um þessar mundir og hlakka ég til að vinna að framgöngu þess hérna heima og sanna mig á nýjum vettvangi ásamt því að klára viðskiptafræðinámið sem ég var byrjaður á. Á sama tíma langar mig að einbeita mér að því sem hefur á síðustu árum orðið eins og ein af ástríðum mínum en það er að tala við ungt fólk um tækifærin sem bíða þeirra, bæði innan vallar og utan. Ég mun halda áfram að flytja fyrirlesturinn minn "Það fæðist enginn atvinnumaður" Því allir geta orðið atvinnumenn, allir geta risið upp og farið fram úr eigin væntingum, allir geta náð árangri. Mig langar til að einbeita mér að því næstu árin að tálga meðalmennskuna utan af framtíðaratvinnufólki og hjálpa því að ná árangri sem það trúði ekki að það ætti möguleika á að ná. Upp með seglin og berjast. Baráttukveðjur Logi Geirsson" Íslenski handboltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Logi Geirsson hefur ákveðið að ljúka ferli sínum í handbolta vegna þrálátra meiðsla sem hann hefur mátt berjast við undanfarin tvö ár. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag. Logi varð Íslandsmeistari með FH á síðustu leiktíð en hann gat lítið spilað vegna meiðslanna á síðari hluta tímabilsins. Hann lék lengi sem atvinnumaður með þýska liðinu Lemgo og varð Evrópumeistari með liðinu í tvígang - er liðið vann EHF-bikarkeppnina árin 2006 og 2010. Logi hefur einnig verið lykilmaður í íslenska landsliðinu undanfarinn áratug og vann bæði til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 og svo brons á EM í Austurríki í fyrra. Yfirlýsing Loga í heild sinni: „„Þegar einar dyr lokast opnast aðrar" „Síðastliðin tvö ár hef ég verið að glíma við meiðsli í hægri öxl sem hafa gert mér erfitt fyrir að spila handbolta af fyrri krafti, þá íþrótt sem ég hef elskað frá barnsaldri. Í stað þess að halda áfram og bíða og vona að öxlin nái fyrri krafti þá hef ég ákveðið að leggja handboltaferilinn á hilluna frægu. Ferillinn minn í handbolta hefur farið fram úr mínum björtustu vonum. Minningar og árangur sem enginn getur tekið frá mér. Tvisvar sinnum EHF-CUP meistari með Lemgo 2006 og 2010, Íslandsmeistaratitill með FH, bronze með landsliðinu 2010 á EM og silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking árið 2011, auk þess sem ég hef verið sæmdur Fálkaorðu fyrir árangur minn á vellinum. Ég er þakklátur öllum þeim sem komið hafa að þjálfun minni, keyrt mig á æfingar, lánað mér handklæði, leiðbeint mér eða klappað fyrir mér fyrir framan sjónvarpið á mínum stærstu stundum sem íþróttamaður. Ég er mjög vel meðvitaður um að árangur minn, er árangur margra. Hafnarfjörður er vagga handboltans á Íslandi og mun ég beita mér fyrir því að íþróttin vaxi og dafni áfram í Hafnarfirði sem og á öllu Íslandi, þó svo að ég muni sinna því utan vallar framvegis. Þetta er búið að vera eitt risastórt ævintýri sem ég fór inní með þeim formerkjum að gefa af mér. Hvort sem það var innan sem utan vallar. Síðustu misseri hafa mér boðist tækifæri í markaðsetningu og kynningarvinnu fyrir Asics á Íslandi. Merkið er eitt það mest spennandi í íþróttum um um þessar mundir og hlakka ég til að vinna að framgöngu þess hérna heima og sanna mig á nýjum vettvangi ásamt því að klára viðskiptafræðinámið sem ég var byrjaður á. Á sama tíma langar mig að einbeita mér að því sem hefur á síðustu árum orðið eins og ein af ástríðum mínum en það er að tala við ungt fólk um tækifærin sem bíða þeirra, bæði innan vallar og utan. Ég mun halda áfram að flytja fyrirlesturinn minn "Það fæðist enginn atvinnumaður" Því allir geta orðið atvinnumenn, allir geta risið upp og farið fram úr eigin væntingum, allir geta náð árangri. Mig langar til að einbeita mér að því næstu árin að tálga meðalmennskuna utan af framtíðaratvinnufólki og hjálpa því að ná árangri sem það trúði ekki að það ætti möguleika á að ná. Upp með seglin og berjast. Baráttukveðjur Logi Geirsson"
Íslenski handboltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira