Baldur Sigurðsson, Guðjón Baldvinsson og Skúli Jón Friðgeirsson eru allir á varamannabekk KR sem mætir Dinamo í Tbilisi ytra klukkan 17. Auk þess fóru Bjarni Guðjónsson, Guðmundur Reynir Gunnarsson og Viktor Bjarki Arnarson ekki með liðinu til Georgíu.
Rúnar Kristinsson þjálfari KR tjáði blaðamanni Vísis að loknu 4-1 tapinu í fyrri leiknum á KR-velli að hann myndi gefa leikmönnum tækifæri í leiknum sem hefðu lítið fengið að spila í sumar.
Aron Bjarki Jósepsson og Gunnar Þór Gunnarsson koma inn í vörn KR-inga. Þá verður Egill Jónsson á miðjunni ásamt Birni Jónssyni.
Aðeins fjórir varamenn eru á skýrslu hjá KR-ingum en heimilt er að vera með sex varamenn.
Leikurinn er í beinni útsendingu í KR-útvarpinu á FM 98.3 eða á netinu með því að smella hér.
Baldur, Guðjón og Skúli Jón á bekknum gegn Tbilisi
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið



„Held áfram nema ég verði rekinn“
Körfubolti



Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið
Enski boltinn

Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá
Körfubolti

Kári: Bara negla þessu niður
Körfubolti

