Fáránlegasti dagurinn á markaðinum í 12 ár 9. ágúst 2011 13:38 Frá bjartsýni til örvæntingar aftur og aftur. Henrik Drusebjerg forstöðumaður Nordea Markets hefur aldrei séð annað eins á 12 ára ferli sínum í fjármálageiranum. Hann segir daginn í dag þann fáránlegasta sem hann hafi upplifað á markaðinum á þessum ferli sínum. Þá er meðtalinn tíminn haustið 2008 þegar Lehman Brothers féll og fjármálakreppan hófst. Það sem leit út fyrir að verða enn eitt blóðbaðið á evrópskum hlutabréfamörkuðum fyrir opnun þeirra snemma í morgun breyttist í góðar plústölur við opnunina. Síðan kom einhver örvænting upp þannig að stærstu vísitölurnar sýndu allt í einu mínusa upp á 6% um miðjan morguninn. Og nú, um og eftir hádegið, hefur staðan sveiflast aftur og aftur. Drusebjerg bendir á að á einum tímapunkti hafi Dax vísitalan í Frankfurt legið í mínus 6% en aðeins augnabliki síðar hafi öll Evrópa verið í grænum tölum. Hann segir að það sé eitthvað allt annað en heilbrigð skynsemi sem geti skýrt þetta. Drusebjerg telur að sveiflurnar á milli örvæntingar og bjartsýni megi m.a. rekja til þess að þrátt fyrir hlutabréfahrunið sýni afkomutölur fyrirtækja og félaga góða stöðu þeirra og töluverðan hagnað. Samkvæmt þeim sé ekki um efnahagslega niðursveiflu að ræða og því fé að sækja á mörkuðum. Á móti þessu kemur síðan pólitísk óvissa og vantrú á getu stjórnmálamanna til að grípa til nauðsynlegra aðgerða gegn skuldakreppunni. Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Frá bjartsýni til örvæntingar aftur og aftur. Henrik Drusebjerg forstöðumaður Nordea Markets hefur aldrei séð annað eins á 12 ára ferli sínum í fjármálageiranum. Hann segir daginn í dag þann fáránlegasta sem hann hafi upplifað á markaðinum á þessum ferli sínum. Þá er meðtalinn tíminn haustið 2008 þegar Lehman Brothers féll og fjármálakreppan hófst. Það sem leit út fyrir að verða enn eitt blóðbaðið á evrópskum hlutabréfamörkuðum fyrir opnun þeirra snemma í morgun breyttist í góðar plústölur við opnunina. Síðan kom einhver örvænting upp þannig að stærstu vísitölurnar sýndu allt í einu mínusa upp á 6% um miðjan morguninn. Og nú, um og eftir hádegið, hefur staðan sveiflast aftur og aftur. Drusebjerg bendir á að á einum tímapunkti hafi Dax vísitalan í Frankfurt legið í mínus 6% en aðeins augnabliki síðar hafi öll Evrópa verið í grænum tölum. Hann segir að það sé eitthvað allt annað en heilbrigð skynsemi sem geti skýrt þetta. Drusebjerg telur að sveiflurnar á milli örvæntingar og bjartsýni megi m.a. rekja til þess að þrátt fyrir hlutabréfahrunið sýni afkomutölur fyrirtækja og félaga góða stöðu þeirra og töluverðan hagnað. Samkvæmt þeim sé ekki um efnahagslega niðursveiflu að ræða og því fé að sækja á mörkuðum. Á móti þessu kemur síðan pólitísk óvissa og vantrú á getu stjórnmálamanna til að grípa til nauðsynlegra aðgerða gegn skuldakreppunni.
Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira