Apple á meira lausafé en bandaríska ríkið Jón Hákon Halldórsson skrifar 31. júlí 2011 14:37 Steve Jobs, forstjóri Apple, er í ágætum málum. mynd/ AFP. Apple fyrirtækið á meira handbært fé en ríkissjóður Bandaríkjanna. Nýjustu tölur frá fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna sýna að fyrirtækið á 73 milljarða bandaríkjadala í handbæru fé. Apple á hins vegar 76,4 milljarða. Handbært fé Apple samsvarar um 8700 milljörðum íslenskra króna. Þingmenn í Bandaríkjunum hafa verið í allt sumar að karpa um fjárlög bandaríska ríkisins og hámark skulda sem ríkið má stefna sér í. Þeir hafa tíma fram á þriðjudaginn til að ná lausninni ellegar er hætta á greiðslufalli hjá ríkissjóði. Óljósar fréttir herma að bráðabirgðalausn hafi fundist á málinu sem kynnt verði fulltrúadeildarþingmönnum í dag. Fréttastofa BBC segir að bandaríska ríkið sé nú í hverjum mánuði að eyða 200 milljörðum bandaríkjadala, eða 23 þúsund milljörðum króna, umfram það sem ríkissjóður aflar. Tekjur Apple eru hins vegar að aukast. Uppgjör fyrirtækisins á öðrum ársfjórðungi sýnir að tekjur fyrirtækisins jukust um 125% miðað við sama tímabil í fyrra. Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Apple fyrirtækið á meira handbært fé en ríkissjóður Bandaríkjanna. Nýjustu tölur frá fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna sýna að fyrirtækið á 73 milljarða bandaríkjadala í handbæru fé. Apple á hins vegar 76,4 milljarða. Handbært fé Apple samsvarar um 8700 milljörðum íslenskra króna. Þingmenn í Bandaríkjunum hafa verið í allt sumar að karpa um fjárlög bandaríska ríkisins og hámark skulda sem ríkið má stefna sér í. Þeir hafa tíma fram á þriðjudaginn til að ná lausninni ellegar er hætta á greiðslufalli hjá ríkissjóði. Óljósar fréttir herma að bráðabirgðalausn hafi fundist á málinu sem kynnt verði fulltrúadeildarþingmönnum í dag. Fréttastofa BBC segir að bandaríska ríkið sé nú í hverjum mánuði að eyða 200 milljörðum bandaríkjadala, eða 23 þúsund milljörðum króna, umfram það sem ríkissjóður aflar. Tekjur Apple eru hins vegar að aukast. Uppgjör fyrirtækisins á öðrum ársfjórðungi sýnir að tekjur fyrirtækisins jukust um 125% miðað við sama tímabil í fyrra.
Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira