Viðskipti erlent

Vændishneyksli skekur Wall Street

Lögreglan í New York hefur upprætt vændishring sem sérhæfði sig í að veita sterkefnuðum fjármálamönnum á Wall Street þjónustu sína.

Alls hafa 17 manns verið ákærðir vegna málsins þar á meðal allir meðlimir einnar fjölskyldu. Charles Hynes saksóknari í Brooklyn segir að auk þess að selja kynlífsþjónustu útvegaðu melludólgarnir kókaín og önnur fíkniefni fyrir viðskiptavini sína.

Talið er að vændishringurinn hafi velt um 7 milljónum dollara, eða um 800 milljónir kr. á undanförrnum þremur árum. Þjónustan var dýr en viðskiptanir borguðu allt að hálfri milljón kr. fyrir að fá vændiskonu í heimsókn til sín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×