Viðskipti erlent

Þjóðverjar ræða fjárfestingar í Grikklandi

Philipp Rösler efnahagsmálaráðherra Þýskalands hefur boðað fulltrúa um 20 stórra þýskra fyrirtækja og samtaka á sinn fund á morgun, miðvikudag, til að ræða möguleikana á auknum fjárfestingum Þjóðverja í Grikklandi.

Rösler ætlar að hvetja til aukinna fjárfestinga í Grikklandi og koma þannig landinu til aðstoðar í skuldakreppunni. Volker Trier talsmaður Viðskiptaráðs Þýskalands segir að fleiri þýsk fyrirtæki eigi í erfiðleikum með að fá fjármögnun á viðráðanlegum kjörum fyrir verkefni í Grikklandi. Hugsanlega muni hinn ríkisrekni þróunarbanki KfW slá til og veita lán til þýskra fjárfestinga í Grikklandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×