Hönnuður sigrar í stjörnustríði gegn George Lucas 28. júlí 2011 07:01 Leikmyndahönnuðurinn sem bjó til hjálmana á Stormsveitirnar í Star Wars myndunum hefur unnið höfundaréttarmál gegn George Lucas leikstjóra myndanna. Hönnuðurinn sem hér um ræðir heitir Andrew Ainsworth og hann hefur eytt meir ein hálfum áratug og yfir 130 milljónum króna í að slást við George Lucas fyrir dómstólum beggja vegna Atlantshafsins. Í Bandaríkjunum fór málið alla leið í Hæstarétt sem dæmdi Lucas í vil. Í Bretlandi, þar sem Ainsworth býr, fór málið einnig fyrir Hæstarétt og þar vann hönnuðurinn málið. Málið hófst með því að Ainsworth seldi þrjá gamla hjálma sem hann átti í fórum sínum og fékk stórfé fyrir. Í framhaldinu fór hann að smíða og selja eftirlíkingar af Stormsveitahjálmunum árið 2002. Sú sala leiddi til þess að Lucas lagði fram 20 milljón dollara kröfu á hann fyrir brot gegn höfundarétti sínum. Ainsworth segist vera ánægður með niðurstöðu málsins en hann mun hafa fjármagnað málskostnað sinn með sölu á þessum vinsælu hjálmum. George Lucas segir það hættulegt fyrir breskan kvikmyndaiðnað að þar gildi ekki sömu lög um höfundarétt og í Bandaríkjunum. Slíkt leiði til þess að bandarískir kvikmyndagerðarmenn hugsi sig tvisvar um áður en þeir leiti til Breta um vinnu við kvikmyndir. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Leikmyndahönnuðurinn sem bjó til hjálmana á Stormsveitirnar í Star Wars myndunum hefur unnið höfundaréttarmál gegn George Lucas leikstjóra myndanna. Hönnuðurinn sem hér um ræðir heitir Andrew Ainsworth og hann hefur eytt meir ein hálfum áratug og yfir 130 milljónum króna í að slást við George Lucas fyrir dómstólum beggja vegna Atlantshafsins. Í Bandaríkjunum fór málið alla leið í Hæstarétt sem dæmdi Lucas í vil. Í Bretlandi, þar sem Ainsworth býr, fór málið einnig fyrir Hæstarétt og þar vann hönnuðurinn málið. Málið hófst með því að Ainsworth seldi þrjá gamla hjálma sem hann átti í fórum sínum og fékk stórfé fyrir. Í framhaldinu fór hann að smíða og selja eftirlíkingar af Stormsveitahjálmunum árið 2002. Sú sala leiddi til þess að Lucas lagði fram 20 milljón dollara kröfu á hann fyrir brot gegn höfundarétti sínum. Ainsworth segist vera ánægður með niðurstöðu málsins en hann mun hafa fjármagnað málskostnað sinn með sölu á þessum vinsælu hjálmum. George Lucas segir það hættulegt fyrir breskan kvikmyndaiðnað að þar gildi ekki sömu lög um höfundarétt og í Bandaríkjunum. Slíkt leiði til þess að bandarískir kvikmyndagerðarmenn hugsi sig tvisvar um áður en þeir leiti til Breta um vinnu við kvikmyndir.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira