Þrír leikmenn íslenska landsliðsins voru meðal þeirra sjö hæstu í framlagi á nýloknu Norðurlandamóti í Sundsvall í Svíþjóð.
Hlynur Bæringsson var í 2. sæti á eftir Dananum Nicolai Iversen, Pavel Ermolinkskij var sjötti og Jakob Örn Sigurðarson var síðan í næsta sæti á eftir honum. Íslenska liðið fékk bronsið á mótinu og þeir Hlynur og Jakob voru valdir í úrvalsliðið.
Hlynur tók flest fráköst á mótinu eða 10,3 í leik en Pavel varð þar í 2. sæti með 8,0 fráköst í leik.
Pavel var einnig annar í stoðsendingum með 4,3 í leik og Jakob skoraði 17,8 stig að meðaltali og varð í fjórða sæti yfir flest stig að meðaltali í leik. Hlynur og Logi Gunnarsson voru einnig inni á topp tíu í stigaskorun.
Íslendingar inn á topp tíu á NM
Framlag í leik
Hlynur Bæringsson 2. sæti (19,5)
Pavel Ermolinkskij 6. sæti (15,5)
Jakob Örn Sigurðarson 7. sæti (14,5)
Stig í leik
Jakob Örn Sigurðarson 4. sæti (17,8)
Hlynur Bæringsson 7. sæti (15,5)
Logi Gunnarsson8. sæti (12,8)
Fráköst í leik
Hlynur Bæringsson 1. sæti (10,3)
Pavel Ermolinkskij 2. sæti (8,0)
Logi Gunnarsson10. sæti (4,0)
Stoðsendingar í leik
Pavel Ermolinkskij 2. sæti (4,3)
Haukur Helgi Pálsson 8. sæti (2,7)
Hlynur Bæringsson 9. sæti (2,5)
Stolnir boltar í leik
Pavel Ermolinkskij 3. sæti (2,00)
Haukur Helgi Pálsson 6. sæti (1,67)
Jakob Örn Sigurðarson 8. sæti (1,50)
Þrír íslenskir leikmenn meðal sjö hæstu í framlagi á NM
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar
Íslenski boltinn




„Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“
Körfubolti

Asensio skaut Villa áfram
Enski boltinn

Albert kom við sögu í naumum sigri
Fótbolti

Embiid frá út leiktíðina
Körfubolti
Fleiri fréttir
