Örvænting ríkir á öllum mörkuðum 11. júlí 2011 14:00 Örvænting hefur gripið um sig á öllum fjármálamörkuðum heimsins í kjölfar fréttanna í morgun um að Ítalía muni hugsanlega vera næsta fórnarlamb skuldakreppunnar í Evrópu. Hlutabréf falla í verði í kauphöllum beggja megin við Atlantshafið. Fjárfestar hafa verið á stöðugum flótta úr ítölskum ríkisskuldabréfum frá því að markaðir opnuðu í morgun og fer verð þeirra ört lækkandi. Á sama tíma hefur skuldatryggingaálag Ítalíu rokið upp og nálgast 300 punkta. Er álagið því orðið töluvert hærra en skuldatryggingaálag Íslands sem stendur í rúmum 230 punktum. Flóttinn úr ríkisskuldabréfunum hefur þýtt að verð á dollurum, gulli og svissneskum frönkum hefur rokið upp á móti en þetta eru hefðbundin skjól fjárfesta þegar á bjátar. „Það er örvænting í gangi á mörkuðunum. Allir kasta frá sér spilum sem þeir eiga í Ítalíu," segir Christian Hansen hjá Norne Securities í samtali við vefsíðuna e24.no. Fyrir utan að skuldatryggingaálag á ítalska ríkið hefur hækkað hefur það einnig rokið upp á ítölsku bankanna. Hansen segir að fjárfestar setji nú spurningamerki við ítalska bankageirann í heild sinni. Úrvalsvísitölur í helstu kauphöllum Evrópu hafa fallið um 1-2% frá því í morgun. Sömu sögu er að segja í Bandaríkjunum. Þar féll Dow Jones vísitala um 1% og Nasdag og S&P 500 um 1,2% á fyrstu 15 mínútunum eftir opnun markaðanna. Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Örvænting hefur gripið um sig á öllum fjármálamörkuðum heimsins í kjölfar fréttanna í morgun um að Ítalía muni hugsanlega vera næsta fórnarlamb skuldakreppunnar í Evrópu. Hlutabréf falla í verði í kauphöllum beggja megin við Atlantshafið. Fjárfestar hafa verið á stöðugum flótta úr ítölskum ríkisskuldabréfum frá því að markaðir opnuðu í morgun og fer verð þeirra ört lækkandi. Á sama tíma hefur skuldatryggingaálag Ítalíu rokið upp og nálgast 300 punkta. Er álagið því orðið töluvert hærra en skuldatryggingaálag Íslands sem stendur í rúmum 230 punktum. Flóttinn úr ríkisskuldabréfunum hefur þýtt að verð á dollurum, gulli og svissneskum frönkum hefur rokið upp á móti en þetta eru hefðbundin skjól fjárfesta þegar á bjátar. „Það er örvænting í gangi á mörkuðunum. Allir kasta frá sér spilum sem þeir eiga í Ítalíu," segir Christian Hansen hjá Norne Securities í samtali við vefsíðuna e24.no. Fyrir utan að skuldatryggingaálag á ítalska ríkið hefur hækkað hefur það einnig rokið upp á ítölsku bankanna. Hansen segir að fjárfestar setji nú spurningamerki við ítalska bankageirann í heild sinni. Úrvalsvísitölur í helstu kauphöllum Evrópu hafa fallið um 1-2% frá því í morgun. Sömu sögu er að segja í Bandaríkjunum. Þar féll Dow Jones vísitala um 1% og Nasdag og S&P 500 um 1,2% á fyrstu 15 mínútunum eftir opnun markaðanna.
Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira