Viðskipti erlent

Grikkir fá meiri fjárhagsaðstoð

Grikkland
Grikkland Mynd/AFP
Fjármálaráðherrar á evrusvæðinu hafa ákveðið að veita gríska ríkinu frekari fjárhagsaðstoð.

Gríska ríkið fær tólf milljarða evra, jafnvirði tvö þúsund milljarða króna, á næstu tveimur vikum til að mæta ríkisútgjöldum og forða greiðslufalli vegna stórra skuldbindinga.

Fyrr í þessari viku samþykkti gríska þingið áætlun um niðurskurð og harðar aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum til að uppfylla skilyrði Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×