Englandsbanki segir tölvudómsdag vera ógn 8. júlí 2011 13:32 Englandsbanki vill að sjálfvirkir slökkvarar verði settir í öll tölvukerfi kauphalla í heiminum, það er kerfin sem stunda sjálfvirk viðskipti. Þetta á að koma í veg fyrir svipaðan atburð og varð í maí á síðasta ári þegar heimurinn var aðeins 20 mínútum frá algeru efnahagshruni. Innsláttarvilla hjá verðbréfasala í kauphöllinni í New York varð þess valdandi að Dow Jones vísitalan hrapaði um 9,2% á 20 mínútum. Ástæðan var að hin sjálfvirku tölvukerfi settu í gang gífurlega brunaútsölu á bandarískum hlutabréfum. Fjallað er um málið í Jyllands Posten. Þar kemur fram að Andy Haldene forstöðumaður fjármálastöðugleika hjá Englandsbanka segir að heimurinn þurfi ekki að bíða með það að viðurkenna að fyrrgreindur atburður var ekki tilviljun. „Við lærðum verðmæta lexíu af þessum atburði um markaðina. Ekki bara að þeir eru ófullkomnir heldur að mistök geta sent kerfislægar höggbylgjur í gegnum þá,“ segir Haldene í ræðu sem hann hélt í Kína um málið. Það sem Haldene á við eru háhraðaviðskipti eða High Frequency Trades (HTF) en þau komu skriðunni af stað í kauphöllinni í New York. Tölvukerfi geta nú framkvæmt um 40.000 HTF á sama tíma og það tekur að blikka augunum. Ef stórmarkaðir væru með svipað kerfi gæti fjölskylda keypt allt sem hún þyrfti til lífstíðar á innan við sekúndu. Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Englandsbanki vill að sjálfvirkir slökkvarar verði settir í öll tölvukerfi kauphalla í heiminum, það er kerfin sem stunda sjálfvirk viðskipti. Þetta á að koma í veg fyrir svipaðan atburð og varð í maí á síðasta ári þegar heimurinn var aðeins 20 mínútum frá algeru efnahagshruni. Innsláttarvilla hjá verðbréfasala í kauphöllinni í New York varð þess valdandi að Dow Jones vísitalan hrapaði um 9,2% á 20 mínútum. Ástæðan var að hin sjálfvirku tölvukerfi settu í gang gífurlega brunaútsölu á bandarískum hlutabréfum. Fjallað er um málið í Jyllands Posten. Þar kemur fram að Andy Haldene forstöðumaður fjármálastöðugleika hjá Englandsbanka segir að heimurinn þurfi ekki að bíða með það að viðurkenna að fyrrgreindur atburður var ekki tilviljun. „Við lærðum verðmæta lexíu af þessum atburði um markaðina. Ekki bara að þeir eru ófullkomnir heldur að mistök geta sent kerfislægar höggbylgjur í gegnum þá,“ segir Haldene í ræðu sem hann hélt í Kína um málið. Það sem Haldene á við eru háhraðaviðskipti eða High Frequency Trades (HTF) en þau komu skriðunni af stað í kauphöllinni í New York. Tölvukerfi geta nú framkvæmt um 40.000 HTF á sama tíma og það tekur að blikka augunum. Ef stórmarkaðir væru með svipað kerfi gæti fjölskylda keypt allt sem hún þyrfti til lífstíðar á innan við sekúndu.
Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira