Englandsbanki segir tölvudómsdag vera ógn 8. júlí 2011 13:32 Englandsbanki vill að sjálfvirkir slökkvarar verði settir í öll tölvukerfi kauphalla í heiminum, það er kerfin sem stunda sjálfvirk viðskipti. Þetta á að koma í veg fyrir svipaðan atburð og varð í maí á síðasta ári þegar heimurinn var aðeins 20 mínútum frá algeru efnahagshruni. Innsláttarvilla hjá verðbréfasala í kauphöllinni í New York varð þess valdandi að Dow Jones vísitalan hrapaði um 9,2% á 20 mínútum. Ástæðan var að hin sjálfvirku tölvukerfi settu í gang gífurlega brunaútsölu á bandarískum hlutabréfum. Fjallað er um málið í Jyllands Posten. Þar kemur fram að Andy Haldene forstöðumaður fjármálastöðugleika hjá Englandsbanka segir að heimurinn þurfi ekki að bíða með það að viðurkenna að fyrrgreindur atburður var ekki tilviljun. „Við lærðum verðmæta lexíu af þessum atburði um markaðina. Ekki bara að þeir eru ófullkomnir heldur að mistök geta sent kerfislægar höggbylgjur í gegnum þá,“ segir Haldene í ræðu sem hann hélt í Kína um málið. Það sem Haldene á við eru háhraðaviðskipti eða High Frequency Trades (HTF) en þau komu skriðunni af stað í kauphöllinni í New York. Tölvukerfi geta nú framkvæmt um 40.000 HTF á sama tíma og það tekur að blikka augunum. Ef stórmarkaðir væru með svipað kerfi gæti fjölskylda keypt allt sem hún þyrfti til lífstíðar á innan við sekúndu. Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Bestu íslensku auglýsingar ársins 2013 Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Englandsbanki vill að sjálfvirkir slökkvarar verði settir í öll tölvukerfi kauphalla í heiminum, það er kerfin sem stunda sjálfvirk viðskipti. Þetta á að koma í veg fyrir svipaðan atburð og varð í maí á síðasta ári þegar heimurinn var aðeins 20 mínútum frá algeru efnahagshruni. Innsláttarvilla hjá verðbréfasala í kauphöllinni í New York varð þess valdandi að Dow Jones vísitalan hrapaði um 9,2% á 20 mínútum. Ástæðan var að hin sjálfvirku tölvukerfi settu í gang gífurlega brunaútsölu á bandarískum hlutabréfum. Fjallað er um málið í Jyllands Posten. Þar kemur fram að Andy Haldene forstöðumaður fjármálastöðugleika hjá Englandsbanka segir að heimurinn þurfi ekki að bíða með það að viðurkenna að fyrrgreindur atburður var ekki tilviljun. „Við lærðum verðmæta lexíu af þessum atburði um markaðina. Ekki bara að þeir eru ófullkomnir heldur að mistök geta sent kerfislægar höggbylgjur í gegnum þá,“ segir Haldene í ræðu sem hann hélt í Kína um málið. Það sem Haldene á við eru háhraðaviðskipti eða High Frequency Trades (HTF) en þau komu skriðunni af stað í kauphöllinni í New York. Tölvukerfi geta nú framkvæmt um 40.000 HTF á sama tíma og það tekur að blikka augunum. Ef stórmarkaðir væru með svipað kerfi gæti fjölskylda keypt allt sem hún þyrfti til lífstíðar á innan við sekúndu.
Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Bestu íslensku auglýsingar ársins 2013 Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira