Viðskipti erlent

Justin Timberlake kaupir Myspace

Söngvarinn Justin Timberlake og auglýsingastofan Specific Media hafa í sameiningu fest kaup á samfélagsvefnum Myspace af News Corp fjölmiðlasamsteypu Rubert Murdoch.

Í erlendum fjölmiðlum er sagt að Timberlake og stofan hafi fengið vefinn fyrir slikk eða á tæpa 2 milljarða króna. Þegar News Corp keypti Myspace árið 2005 borgaði samsteypan um 60 milljarða króna fyrir vefinn. Síðan hefur stöðugt hallað undan fæti í rekstri Myspace sem varð undir í samkeppninni við aðra sambærilega vefi eins og Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×