Peter Öqvist: Íslenskar skyttur eru í hæsta gæðaflokki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. júní 2011 18:15 Peter Öqvist var í dag kynntur til leiks sem nýr þjálfari karlaliðs Íslands í körfuknattleik. Landsliðið tekur þátt í Norðurlandamótinu í júlí. Öqvist segir alla leikmennina sem hann vildi fá í hópinn hafa gefið kost á sér. „Já ég fékk alla leikmennina sem ég vildi. Tveir leikmenn verða ekki með um helgina vegna ráðstafana sem þeir voru búnir að gera. Ég ákvað að leyfa það þar sem við vorum nokkuð seinir að ganga frá áætlunum okkar varðandi landsliðið. En ég er ánægður með hópinn. Öqvist segir of snemmt að spá fyrir um möguleika landsliðsins á Norðurlandamótinu í sumar. „Við þurfum að gefa okkur tíma í að byggja upp eitthvað nýtt. Við megum ekki gleyma því að við erum nú þegar einu ári á eftir Svíþjóð í þeirra uppbyggingu. Hún hófst með leik liðsins í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Litháen 2012. Við erum mörgum árum á eftir Finnum en þeir hafa verið í uppbyggingu í langan tíma. Við verðum að sýna auðmýkt vitandi þetta." Öqvist hefur ákveðin markmið í huga varðandi sumarið. „Það sem ég vil gera í sumar er að vinna með þau auðkenni í sóknarleik og varnarleik sem ég tel að geti skilað liðinu árangri. Við munum vinna að því einn leik í einu og nota sumarið til þess að vaxa sem lið. Hækka gæði körfuboltans. Næsta sumar komum við svo sterkari til leiks með nýjan stíl og ný kerfi." Blaðamaður bað þjálfarann um að meta styrkleika og veikleika íslenska liðsins. „Í fyrsta lagi er menningin góð. Vinnusemi og vinnulag íslenskra körfuknattleiksmanna. Ég er mjög hrifinn af því að menn spili fyrir liðið sem ég myndi segja að einkenni íslenska körfuboltamenn. Það er mikill styrkleiki." „Ég er líka ánægður með hæfileikana í hópnum. Við höfum skyttur í hæsta gæðaflokki, góða leikstjórnendur og framherja. Auðvitað skortir okkur hæð. Við munum finna leið til þess að mæta hávaxnari liðum með liðsvörn og skipulagi." Hægt er að horfa á viðtalið hér að ofan. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Peter Öqvist var í dag kynntur til leiks sem nýr þjálfari karlaliðs Íslands í körfuknattleik. Landsliðið tekur þátt í Norðurlandamótinu í júlí. Öqvist segir alla leikmennina sem hann vildi fá í hópinn hafa gefið kost á sér. „Já ég fékk alla leikmennina sem ég vildi. Tveir leikmenn verða ekki með um helgina vegna ráðstafana sem þeir voru búnir að gera. Ég ákvað að leyfa það þar sem við vorum nokkuð seinir að ganga frá áætlunum okkar varðandi landsliðið. En ég er ánægður með hópinn. Öqvist segir of snemmt að spá fyrir um möguleika landsliðsins á Norðurlandamótinu í sumar. „Við þurfum að gefa okkur tíma í að byggja upp eitthvað nýtt. Við megum ekki gleyma því að við erum nú þegar einu ári á eftir Svíþjóð í þeirra uppbyggingu. Hún hófst með leik liðsins í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Litháen 2012. Við erum mörgum árum á eftir Finnum en þeir hafa verið í uppbyggingu í langan tíma. Við verðum að sýna auðmýkt vitandi þetta." Öqvist hefur ákveðin markmið í huga varðandi sumarið. „Það sem ég vil gera í sumar er að vinna með þau auðkenni í sóknarleik og varnarleik sem ég tel að geti skilað liðinu árangri. Við munum vinna að því einn leik í einu og nota sumarið til þess að vaxa sem lið. Hækka gæði körfuboltans. Næsta sumar komum við svo sterkari til leiks með nýjan stíl og ný kerfi." Blaðamaður bað þjálfarann um að meta styrkleika og veikleika íslenska liðsins. „Í fyrsta lagi er menningin góð. Vinnusemi og vinnulag íslenskra körfuknattleiksmanna. Ég er mjög hrifinn af því að menn spili fyrir liðið sem ég myndi segja að einkenni íslenska körfuboltamenn. Það er mikill styrkleiki." „Ég er líka ánægður með hæfileikana í hópnum. Við höfum skyttur í hæsta gæðaflokki, góða leikstjórnendur og framherja. Auðvitað skortir okkur hæð. Við munum finna leið til þess að mæta hávaxnari liðum með liðsvörn og skipulagi." Hægt er að horfa á viðtalið hér að ofan.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira