„Við erum auðvita alveg himinlifandi,“ sagði Arnór Atlason, leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta, eftir 15 marka sigur gegn Austurríkismönnum í Laugardalshöll í dag.
„Þetta var alveg frábær sigur hjá okkur og við náðum að gera okkar hér í dag“.
„2012 er virkilega stórt ár, en það er Evrópumót og Ólympíuleikar svo það verður gaman að taka þátt í því“.
„Þetta var einskonar allt eða ekkert leikur og ég held að Austurríkismenn hafa aldrei spilað svona leik,en við erum vanir því,“ sagði Arnór.
Arnór hefur staðið í ströngu allt tímabilið, en lið hans AG vann allt sem hægt var að vinna í Danmörku, en hann er fyrirliðið liðsins.
„Þetta er búið að vera frábært tímabil hjá mér og nú er bara komið að því að fara í frí og njóta þess“.
