Bergur Ingi: Eigum ágætis möguleika Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. júní 2011 18:15 Bergur Ingi stefnir á Ólympíuleikana í London árið 2012 Mynd/Anton Íslenska liðið lenti í 4. sæti í keppninni á síðasta ári en þá vantaði lykilmenn í liðið. Í fréttatilkynningu frá Frjálsíþróttasambandi Íslands segir að lið Íslands sé sterkara nú auk þess sem heimavöllurinn vegi þungt. Möguleikar Íslands á því að komast upp um deild séu því ágætir. Undir þetta tekur sleggjukastarinn Bergur Ingi Pétursson en sleggjukast er fyrsta keppnisgrein laugardagsins. Auk hans verða Ásdís Hjálmsdóttir, Helga Margrét Þorsteinsdóttir og Óðinn Björn Þorsteinsson í broddi fylkingar hjá íslenska liðinu. „Mér sýnist vera ágætis möguleikar að komast upp um deild. En það þurfa virkilega allir að standa sig til þess að það gerist," segir Bergur Ingi. Bergur Ingi sem greindist með brjósklos í vetur hóf æfingar á nýjan leik fyrir skömmu. Hann segist hafa náð ágætis undirbúningstímabili í vetur en svo hafi allt hrunið. Nú sé hann allur að koma til og eigi að geta náð a.m.k. fjórða sæti. „Ég yrði virkilega ánægður ef ég myndi kasta 68 metra. Þá er ég á réttri leið. Þá lítur árið vel út." Bergur Ingi segir sérstaklega spennandi að fylgjast með Óðni Birni um helgina því nú sé aðeins tímaspursmál hvenær Óðinn kasti kúlunni yfir 20 metra. Þá sé Kristinn Torfason langstökkvari til alls líklegur. Von er á um 400 keppendum til landsins auk þjálfara og aðstoðarfólks. Þá koma á annað hundrað manns að mótinu í sjálfboðavinnu með einum eða öðrum hætti. Keppni hefst báða dagana klukkan 10 með stangarstökki og sleggjukasti en klukkan 12 á hlaupabrautinni. Hægt verður að fylgjast með gangi mála á heimasíðu Evrópukeppninnar. Innlendar Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira
Íslenska liðið lenti í 4. sæti í keppninni á síðasta ári en þá vantaði lykilmenn í liðið. Í fréttatilkynningu frá Frjálsíþróttasambandi Íslands segir að lið Íslands sé sterkara nú auk þess sem heimavöllurinn vegi þungt. Möguleikar Íslands á því að komast upp um deild séu því ágætir. Undir þetta tekur sleggjukastarinn Bergur Ingi Pétursson en sleggjukast er fyrsta keppnisgrein laugardagsins. Auk hans verða Ásdís Hjálmsdóttir, Helga Margrét Þorsteinsdóttir og Óðinn Björn Þorsteinsson í broddi fylkingar hjá íslenska liðinu. „Mér sýnist vera ágætis möguleikar að komast upp um deild. En það þurfa virkilega allir að standa sig til þess að það gerist," segir Bergur Ingi. Bergur Ingi sem greindist með brjósklos í vetur hóf æfingar á nýjan leik fyrir skömmu. Hann segist hafa náð ágætis undirbúningstímabili í vetur en svo hafi allt hrunið. Nú sé hann allur að koma til og eigi að geta náð a.m.k. fjórða sæti. „Ég yrði virkilega ánægður ef ég myndi kasta 68 metra. Þá er ég á réttri leið. Þá lítur árið vel út." Bergur Ingi segir sérstaklega spennandi að fylgjast með Óðni Birni um helgina því nú sé aðeins tímaspursmál hvenær Óðinn kasti kúlunni yfir 20 metra. Þá sé Kristinn Torfason langstökkvari til alls líklegur. Von er á um 400 keppendum til landsins auk þjálfara og aðstoðarfólks. Þá koma á annað hundrað manns að mótinu í sjálfboðavinnu með einum eða öðrum hætti. Keppni hefst báða dagana klukkan 10 með stangarstökki og sleggjukasti en klukkan 12 á hlaupabrautinni. Hægt verður að fylgjast með gangi mála á heimasíðu Evrópukeppninnar.
Innlendar Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira