Forseti Barcelona hótar að skera á öll tengsl við Real Madrid Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. júní 2011 23:00 Mourinho sendur upp í stúku Mynd/Nordic Photos/Getty Sandro Rosell, forseti spænska knattspyrnufélagsins Barcelona, segir á heimasíðu félagsins tilbúinn að skera á öll tengsl við erkifjendurna í Real Madrid. Hann segir hegðun Madridinga á síðasta tímabili hafa farið út fyrir öll velsæmismörk. „Real Madrid fór út fyrir öll mörk í heilbrigðri íþróttasamkeppni með ásökunum á hendur okkar félagi sem áttu sér engann grundvöll,“ segir Rosell á heimasíðu Barcelona. „Haldi þetta áfram er ekkert annað í stöðunni en að binda endi á samband stofnananna, sem við höfum engann áhuga á að gera.“ Félögin mættust fimm sinnum á síðustu leiktíð, þar af fjórum sinnum á átján dögum. Mikil spenna var fyrir viðureignir liðanna en það er óhætt að segja að knattspyrnan sem spiluð var hafi ekki vakið mesta athygli. Slæm hegðun þjálfara og leikmanna kom í veg fyrir það. Jose Mourinho þjálfari Real Madrid fór mikinn á blaðamannafundi eftir síðari leik liðanna í Meistaradeildinni þar sem Barcelona komst áfram. Hann sagði dómara hliðholla Barcelona. Hann hlaut fimm leikja bann frá Evrópukeppni en banninu hefur verið áfrýjað. Þá var Portúgalinn sendur upp í stúku í deildarleik liðanna á Bernabeu. Real Madrid sakaði auk þess leikmenn Barcelona um leikaraskap og sögðu miðjumanninn Sergio Busquets hafa verið með kynþáttafordóma gagnvart Marcelo hinum brasilíska bakverði Madridinga. UEFA sá ekki ástæðu til þess að rannsaka málið. Barcelona varð spænskur meistari og Evrópumeistari á nýliðnu tímabili. Real Madrid sigraði Börsunga í úrslitaleik Konungsbikarsins. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Sjá meira
Sandro Rosell, forseti spænska knattspyrnufélagsins Barcelona, segir á heimasíðu félagsins tilbúinn að skera á öll tengsl við erkifjendurna í Real Madrid. Hann segir hegðun Madridinga á síðasta tímabili hafa farið út fyrir öll velsæmismörk. „Real Madrid fór út fyrir öll mörk í heilbrigðri íþróttasamkeppni með ásökunum á hendur okkar félagi sem áttu sér engann grundvöll,“ segir Rosell á heimasíðu Barcelona. „Haldi þetta áfram er ekkert annað í stöðunni en að binda endi á samband stofnananna, sem við höfum engann áhuga á að gera.“ Félögin mættust fimm sinnum á síðustu leiktíð, þar af fjórum sinnum á átján dögum. Mikil spenna var fyrir viðureignir liðanna en það er óhætt að segja að knattspyrnan sem spiluð var hafi ekki vakið mesta athygli. Slæm hegðun þjálfara og leikmanna kom í veg fyrir það. Jose Mourinho þjálfari Real Madrid fór mikinn á blaðamannafundi eftir síðari leik liðanna í Meistaradeildinni þar sem Barcelona komst áfram. Hann sagði dómara hliðholla Barcelona. Hann hlaut fimm leikja bann frá Evrópukeppni en banninu hefur verið áfrýjað. Þá var Portúgalinn sendur upp í stúku í deildarleik liðanna á Bernabeu. Real Madrid sakaði auk þess leikmenn Barcelona um leikaraskap og sögðu miðjumanninn Sergio Busquets hafa verið með kynþáttafordóma gagnvart Marcelo hinum brasilíska bakverði Madridinga. UEFA sá ekki ástæðu til þess að rannsaka málið. Barcelona varð spænskur meistari og Evrópumeistari á nýliðnu tímabili. Real Madrid sigraði Börsunga í úrslitaleik Konungsbikarsins.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Sjá meira