Meðfylgjandi myndir voru teknar á fyrri útgáfutónleikum GusGus á Nasa við Austurvöll í kvöld en hljómsveitin hélt tvenna tónleika og voru fyrri í beinni útsendingu á Lífinu á Vísi.
Nýjasta plata GusGus, Arabian Horse, er að gera allt vitlaust og hefur fengið toppdóma. Á plötunni stillir GusGus upp einvalaliði, með söngvarana Daníel Ágúst, Urði Hákonardóttur og Högna Egilsson í Hjaltalín í forgrunni og skipstjóra sveitarinnar, þá Stebba Steph og Bigga Veiru, við stjórnvölinn.
Eins og myndirnar sýna var gríðarlega góð stemning á tónleikunum - Gusgus gerði bókstaflega allt vitlaust.
Gusgus gerði allt vitlaust
Mest lesið

Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin
Bíó og sjónvarp



Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal
Tíska og hönnun

Guðni Th. orðinn afi
Lífið




