Viðskipti erlent

Kínverskir milljónamæringar meir en milljón talsins

Fjöldi kínverska milljónamæringa mælt í dollurum vex hröðum skrefum. Þeir eru orðnir yfir milljón talsins í fyrsta sinn í sögunni.

Þetta kemur fram í úttekt ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group. Samkvæmt úttektinni fjölgaði kínverskum milljónamæringum um ríflega 30% í fyrra og eru þeir því orðnir 1,1 milljón talsins.

Þar með er Kína komið í þriðja sæti hvað fjölda milljónamæringa varðar en Bandaríkin eiga þá flesta og næstflestir þeirra eru í Japan.

Mælt samkvæmt höfðatölu eru hinsvegar flestir milljónamæringa í Singapore en yfir 15% heimila þar þéna meir en milljón dollara á ári. Næst á eftir koma Sviss og Qatar.

Þá segir í úttekt Boston Consulting Group að milljónamæringar heimsins ráða yfir um þriðjungi af öllum auðæfum heimsins. Heildarfjöldi þeirra er samt töluvert undir 1% af jarðarbúum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×