Búið að afskrifa meira en 30 milljarða á tveimur vikum Símon Birgisson skrifar 2. júní 2011 19:00 Síðustu tvær vikur hefur þurft að afskrifa meira en 30 milljarða króna úr gjaldþrota eignarhaldsfélögum, sem notuð voru til hlutabréfakaupa fyrir hrun og eru mörg hver til skoðunar vegna meintrar markaðsmisnotkunar í tengslum við Glitni og FL Group. Eignarhaldsfélögin fjögur heita Hnokki, Hvannborg, Skarfhóll og Yfir heiðar ehf og voru til skoðunar hjá sérstökum saksóknara vegna gruns um markaðsmisnotkun með hlutabréf í Glitni og Fl Group. Glitnir hafði lánað Stím 19,5 milljarða til kaupa á hlutabréfum í Fl Group og Glitni, þar sem einu veðin voru hlutabréfin sjálf. Eftir breytingar á eignarhaldi Stíms, þar sem eignarhluti útgerðarmannsins Jakobs Valgeirs Flosasonar, minnkaði voru eignarhlutafélögin fjögur stofnuð til að kaupa upp eignir Stíms. Nú er skiptum á þrotabúum félaganna lokið. Hvert félag skuldar um 4,5 milljarða króna og ekki fæst króna upp í skuldirnar. Samtals um 18 milljarða króna enda einu eignirnar - bréfin í Glitni og Fl Group, orðin verðlaus eftir hrun. En þetta eru ekki einu milljarðarnir sem Glitnir þarf að afskrifa í þessum mánuði. Í síðustu viku lauk skiptum á búi eignarhaldsfélagsins Sólin skín ehf, sem var í eigu Baugs, Fons, Glitnis og Kevins Stanfords en tilgangur félagsins var að fjárfesta í bresku verslanakeðjunni Marks og Spencer. Samtals þarf að afskrifa fimmtán milljarða króna af skuldum félagsins en stærsti kröfuhafinn var skilanefnd Glitnis. Sólin skín því ekki lengur á hin fjölmörgu eignarlausu eignarhaldsfélög hrunsins. Aðeins í þessum mánuði nema afskriftir þessara félaga um 35 milljörðum króna, eitt stykki tónlistarhús Harpa. Stím málið Tengdar fréttir Sólin skín hjá sérstökum saksóknara Skiptastjóri eignarhaldsfélagsins Sólin skín ehf., Páll Kristjánsson, hefur vakið athygli sérstaks saksóknara á starfsemi félagsins og sent gögn þar af lútandi til embættisins. 2. júní 2011 11:22 Mest lesið Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira
Síðustu tvær vikur hefur þurft að afskrifa meira en 30 milljarða króna úr gjaldþrota eignarhaldsfélögum, sem notuð voru til hlutabréfakaupa fyrir hrun og eru mörg hver til skoðunar vegna meintrar markaðsmisnotkunar í tengslum við Glitni og FL Group. Eignarhaldsfélögin fjögur heita Hnokki, Hvannborg, Skarfhóll og Yfir heiðar ehf og voru til skoðunar hjá sérstökum saksóknara vegna gruns um markaðsmisnotkun með hlutabréf í Glitni og Fl Group. Glitnir hafði lánað Stím 19,5 milljarða til kaupa á hlutabréfum í Fl Group og Glitni, þar sem einu veðin voru hlutabréfin sjálf. Eftir breytingar á eignarhaldi Stíms, þar sem eignarhluti útgerðarmannsins Jakobs Valgeirs Flosasonar, minnkaði voru eignarhlutafélögin fjögur stofnuð til að kaupa upp eignir Stíms. Nú er skiptum á þrotabúum félaganna lokið. Hvert félag skuldar um 4,5 milljarða króna og ekki fæst króna upp í skuldirnar. Samtals um 18 milljarða króna enda einu eignirnar - bréfin í Glitni og Fl Group, orðin verðlaus eftir hrun. En þetta eru ekki einu milljarðarnir sem Glitnir þarf að afskrifa í þessum mánuði. Í síðustu viku lauk skiptum á búi eignarhaldsfélagsins Sólin skín ehf, sem var í eigu Baugs, Fons, Glitnis og Kevins Stanfords en tilgangur félagsins var að fjárfesta í bresku verslanakeðjunni Marks og Spencer. Samtals þarf að afskrifa fimmtán milljarða króna af skuldum félagsins en stærsti kröfuhafinn var skilanefnd Glitnis. Sólin skín því ekki lengur á hin fjölmörgu eignarlausu eignarhaldsfélög hrunsins. Aðeins í þessum mánuði nema afskriftir þessara félaga um 35 milljörðum króna, eitt stykki tónlistarhús Harpa.
Stím málið Tengdar fréttir Sólin skín hjá sérstökum saksóknara Skiptastjóri eignarhaldsfélagsins Sólin skín ehf., Páll Kristjánsson, hefur vakið athygli sérstaks saksóknara á starfsemi félagsins og sent gögn þar af lútandi til embættisins. 2. júní 2011 11:22 Mest lesið Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira
Sólin skín hjá sérstökum saksóknara Skiptastjóri eignarhaldsfélagsins Sólin skín ehf., Páll Kristjánsson, hefur vakið athygli sérstaks saksóknara á starfsemi félagsins og sent gögn þar af lútandi til embættisins. 2. júní 2011 11:22