Dallas jafnaði metin í Miami Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. júní 2011 09:00 Jason Terry og Dirk Nowitzky verjast Dwyane Wade í leiknum í nótt. Mynd/AP Dallas Mavericks jafnaði í nótt metin í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta eftir tveggja stiga sigur á Miami á útivelli, 95-93, í frábærum leik. Staðan er því 1-1 í rimmu liðanna en næstu þrír leikir liðanna fara fram í Dallas. Jafnræði var með liðunum framan af og var staðan jöfn í hálfleik, 51-51. Miami náði þó fljótt undirtökunum í síðari hálfleik og komst mest fimmtán stigum yfir í fjórða leihkluta, 88-73, þegar rúmar sjö mínútur voru til eiksloka. Miami hefur einmitt reynst ógnarsterkt á lokasprettum sinna leikja í úrslitakeppninni en nú var komið að Dirk Nowitzky og félögum í Dallas. Þeir fóru á 17-2 sprett og komust þremur stigum yfir þegar að Nowitzky setti niður rándýran þrist þegar hálf mínúta var eftir. En þá virtist grípa um sig stundarbrjálæði í varnarleik Dallas því að Mario Chalmers var skilinn eftir galopinn í hægra horninu. Hann fékk boltann og náði að jafna metin, 93-93. Nowitzky var skiljanlega brjálaður og þá kannski helst út í Jason Terry sem skildi Chalmers eftir. En hann fékk boltann í næstu sókn, fíflaði Chris Bosh sem var að reyna að verjast gegn honum, labbaði upp að körfunni og kom sínum mönnum aftur yfir. Miami hafði þó tíma fyrir eina sókn í viðbót og fékk Dwyane Wade, sem var frábær í leiknum, boltann. Hann náði þó ekki að koma sér í nægilega gott færi og klikkaði á þriggja stiga skotinu sem annars hefði tryggt Miami sigurinn í leiknum og þar með 2-0 forystu í rimmunni. Þetta var gríðarlega þýðingarmikill sigur fyrir Dallas sem fær næstu þrjá leiki á heimavelli og getur þar með tryggt sér titililnn þar. Nowitzky var að spila meiddur á fingri á vinstri hönd en lét það ekki á sig fá. Hann skoraði 24 stig í leiknum og Shawn Marion var einnig mjög sterkur með 20 stig. Terry var með sextán. Hjá Miami var Wade með 36 stig og LeBron James 20. Chris Bosh átti ekki góðan leik og skoraði tólf stig. Hann nýtti aðeins fjögur af sextán skotum sínum í leiknum. Þriðji leikur liðanna verður á aðfaranótt mánudags. NBA Mest lesið Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
Dallas Mavericks jafnaði í nótt metin í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta eftir tveggja stiga sigur á Miami á útivelli, 95-93, í frábærum leik. Staðan er því 1-1 í rimmu liðanna en næstu þrír leikir liðanna fara fram í Dallas. Jafnræði var með liðunum framan af og var staðan jöfn í hálfleik, 51-51. Miami náði þó fljótt undirtökunum í síðari hálfleik og komst mest fimmtán stigum yfir í fjórða leihkluta, 88-73, þegar rúmar sjö mínútur voru til eiksloka. Miami hefur einmitt reynst ógnarsterkt á lokasprettum sinna leikja í úrslitakeppninni en nú var komið að Dirk Nowitzky og félögum í Dallas. Þeir fóru á 17-2 sprett og komust þremur stigum yfir þegar að Nowitzky setti niður rándýran þrist þegar hálf mínúta var eftir. En þá virtist grípa um sig stundarbrjálæði í varnarleik Dallas því að Mario Chalmers var skilinn eftir galopinn í hægra horninu. Hann fékk boltann og náði að jafna metin, 93-93. Nowitzky var skiljanlega brjálaður og þá kannski helst út í Jason Terry sem skildi Chalmers eftir. En hann fékk boltann í næstu sókn, fíflaði Chris Bosh sem var að reyna að verjast gegn honum, labbaði upp að körfunni og kom sínum mönnum aftur yfir. Miami hafði þó tíma fyrir eina sókn í viðbót og fékk Dwyane Wade, sem var frábær í leiknum, boltann. Hann náði þó ekki að koma sér í nægilega gott færi og klikkaði á þriggja stiga skotinu sem annars hefði tryggt Miami sigurinn í leiknum og þar með 2-0 forystu í rimmunni. Þetta var gríðarlega þýðingarmikill sigur fyrir Dallas sem fær næstu þrjá leiki á heimavelli og getur þar með tryggt sér titililnn þar. Nowitzky var að spila meiddur á fingri á vinstri hönd en lét það ekki á sig fá. Hann skoraði 24 stig í leiknum og Shawn Marion var einnig mjög sterkur með 20 stig. Terry var með sextán. Hjá Miami var Wade með 36 stig og LeBron James 20. Chris Bosh átti ekki góðan leik og skoraði tólf stig. Hann nýtti aðeins fjögur af sextán skotum sínum í leiknum. Þriðji leikur liðanna verður á aðfaranótt mánudags.
NBA Mest lesið Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira