Nowitzki lét veikindin ekki stöðva sig - Dallas jafnaði metin Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 8. júní 2011 09:00 Dirk Nowitzki skorar hér gegn Joel Anthony í leiknum í gær. AP Dirk Nowitzki og félagar hans í Dallas Mavericks jöfnuðu metin gegn Miami Heat með 86-83-sigri í fjórða leiknum í úrslitum NBA deildarinnar í nótt. Staðan er 2-2 en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki verður NBA meistari. Nowitzki skoraði gríðarlega mikilvæga körfu 15 sekúndum fyrir leikslok en hann lék vel þrátt fyrir að vera veikur. Jason Terry tryggði Dallas sigurinn með tveimur vítaskotum 7 sekúndum fyrir leikslok en athygli vekur að LeBron James skoraði aðeins 8 stig. Næsti leikur fer fram á fimmtudag eða réttara sagt aðfaranótt föstudags og hefst hann kl. 1 eftir miðnætti og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.Stig Miami: LeBron James 8, Chris Bosh 24, Joel Anthony 4, Dwyane Wade 32, Mike Bibby 0, Mario Chalmers 5, Udonis Haslem 4, Mike Miller 6, Juwan Howard 0.Stig Dallas: Shawn Marion 16, Dirk Nowitzki 21, Tyson Chandler 13, Jose Barea 8, Jason Kidd 0, Jason Terry 17, Brian Cardinal 0, DeShawn Stevenson 11, Brendan Haywood 0. Rick Carlisle þjálfari Dallas hrósaði þýska landsliðsmanninum mikið í leikslok og sagði hann einn þann besta sem hefur leikið í NBA deildinni. „Nowitzki er einn sá besti sem hefur leikið í deildinni. Hann vill fá boltann þegar mest á reynir og hann vill axla þá ábyrgð sem fylgir því að taka síðasta skotið. Við gerum allt sem við getum til þess að koma honum í þá stöðu," sagði Carlisle í leikslok en Nowitzki skoraði 21 stig og tók 11 fráköst en hann klikkaði á einu víti þriðja leikhluta eftir að hafa skorað úr 39 vítaskotum í röð. Nowitzki var með rúmlega 38 stiga hita fyrir leikinn í gær en þrátt fyrir það skoraði hann 10 stig af alls 21 í fjórða leikhluta. „Þetta eru úrslitin, maður gleymir öllu og lætur ekkert stöðva sig. Það er júní og á þeim árstíma þá fer maður út á völl og leggur sig fram fyrir liðið. Það var það eina sem ég gerði," sagði Nowitzki. Dwayne Wade skoraði 32 stig fyrir Miami Heat en hann náði ekki að koma skoti á körfuna í síðustu sókn Miami. Jason Terry skoraði 17 stig fyrir Dallas og þar af 8 í fjórða leikhluta, Sahawn Marion skoraði 16, Tyson Chandler lét mikið að sér kveða en hann skoraði 13 stig og tók 16 fráköst að auki. Þar af 9 sóknarfráköst. Chris Bosh var góður í liði Miami með 24 stig en LeBron James vill eflaust gleyma þessum leik sem fyrst en hann hitti aðeins úr þremur af alls 11 skotum sínum utan af velli. James hafði skorað 10 stig eða meira í 434 leikjum í röð og Miami er 0-8 í úrslitakeppninni þegar James hefur skorað 15 stig eða minna. Bosh hitti úr 8 af alls 12 skotum sínum í fyrri hálfleik, Wade skoraði 19 stig í síðari hálfleik og hitti úr 8 af 10 skotum sínum utan af velli. NBA Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
Dirk Nowitzki og félagar hans í Dallas Mavericks jöfnuðu metin gegn Miami Heat með 86-83-sigri í fjórða leiknum í úrslitum NBA deildarinnar í nótt. Staðan er 2-2 en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki verður NBA meistari. Nowitzki skoraði gríðarlega mikilvæga körfu 15 sekúndum fyrir leikslok en hann lék vel þrátt fyrir að vera veikur. Jason Terry tryggði Dallas sigurinn með tveimur vítaskotum 7 sekúndum fyrir leikslok en athygli vekur að LeBron James skoraði aðeins 8 stig. Næsti leikur fer fram á fimmtudag eða réttara sagt aðfaranótt föstudags og hefst hann kl. 1 eftir miðnætti og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.Stig Miami: LeBron James 8, Chris Bosh 24, Joel Anthony 4, Dwyane Wade 32, Mike Bibby 0, Mario Chalmers 5, Udonis Haslem 4, Mike Miller 6, Juwan Howard 0.Stig Dallas: Shawn Marion 16, Dirk Nowitzki 21, Tyson Chandler 13, Jose Barea 8, Jason Kidd 0, Jason Terry 17, Brian Cardinal 0, DeShawn Stevenson 11, Brendan Haywood 0. Rick Carlisle þjálfari Dallas hrósaði þýska landsliðsmanninum mikið í leikslok og sagði hann einn þann besta sem hefur leikið í NBA deildinni. „Nowitzki er einn sá besti sem hefur leikið í deildinni. Hann vill fá boltann þegar mest á reynir og hann vill axla þá ábyrgð sem fylgir því að taka síðasta skotið. Við gerum allt sem við getum til þess að koma honum í þá stöðu," sagði Carlisle í leikslok en Nowitzki skoraði 21 stig og tók 11 fráköst en hann klikkaði á einu víti þriðja leikhluta eftir að hafa skorað úr 39 vítaskotum í röð. Nowitzki var með rúmlega 38 stiga hita fyrir leikinn í gær en þrátt fyrir það skoraði hann 10 stig af alls 21 í fjórða leikhluta. „Þetta eru úrslitin, maður gleymir öllu og lætur ekkert stöðva sig. Það er júní og á þeim árstíma þá fer maður út á völl og leggur sig fram fyrir liðið. Það var það eina sem ég gerði," sagði Nowitzki. Dwayne Wade skoraði 32 stig fyrir Miami Heat en hann náði ekki að koma skoti á körfuna í síðustu sókn Miami. Jason Terry skoraði 17 stig fyrir Dallas og þar af 8 í fjórða leikhluta, Sahawn Marion skoraði 16, Tyson Chandler lét mikið að sér kveða en hann skoraði 13 stig og tók 16 fráköst að auki. Þar af 9 sóknarfráköst. Chris Bosh var góður í liði Miami með 24 stig en LeBron James vill eflaust gleyma þessum leik sem fyrst en hann hitti aðeins úr þremur af alls 11 skotum sínum utan af velli. James hafði skorað 10 stig eða meira í 434 leikjum í röð og Miami er 0-8 í úrslitakeppninni þegar James hefur skorað 15 stig eða minna. Bosh hitti úr 8 af alls 12 skotum sínum í fyrri hálfleik, Wade skoraði 19 stig í síðari hálfleik og hitti úr 8 af 10 skotum sínum utan af velli.
NBA Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira