Umfjöllun: Ísland tapaði naumlega gegn silfurliði Svíþjóðar Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 30. maí 2011 21:02 Rakel Dögg Bragadóttir, leikmaður Íslands. Silfurlið Svíþjóðar frá EM í handbolta í desember marði íslenska kvennalandsliðið 23-24 í æfingaleik þjóðanna í Vodafonehöllinni í kvöld í hörkuleik. Svíar byrjuðu leikinn mjög vel og mættu ákveðnar til leiks eftir að þjálfari þeirra hafði haft af þeim fer á Þingvelli vegna slakrar frammistöðu í fyrri leik liðanna á sunnudaginn. Ágúst Jóhannsson svaraði góðri byrjun Svía með því að taka leikhlé í stöðunni 6-2 eftir tæplega 12 mínútna leik og þá hrökk íslenska liðið í gang. Ísland gerði mörg mistök í sókninni í upphafi en náði að róa leik sinn og fá betri sóknir auk þess sem liðið náði að þétta vörnina. Ísland náði því að minnka muninn í eitt mark fyrir leikhlé 11-12. Jafnræði var með liðunum allan seinni hálfleikinn og skiptust liðin á að leiða með einu marki en aðeins einu sinni munaði meira en einu marki á liðunum í hálfleiknum, í stöðunni 15-17 Svíum í vil um miðbik hálfleiksins. Ísland komst yfir 23-22 þegar tvær mínútur voru til leiksloka en Svíar skoruðu tvö síðustu mörk leiksins og tryggðu sér sigur. Ísland mætir Úkraínu í næstu viku í umspili um laust sæti á HM í Brasilíu og getur farið fullt sjálfstrausts í þá leiki eftir tvo góða leiki gegn Svíþjóð. Stígandi var í leik liðsins á milli leikja og náðu Ágúst Jóhannsson og Einar Jónsson að bæta margt í leik liðsins frá fyrri leik liðanna á sunnudaginn. Tæknifeilar í sókninni voru mun færri og liðið lék mikið betur í stöðunni einum fleiri. Það er því full ástæða til þess að fara bjartsýn inn í leikina gegn Úkraínu og rétt að árétta við handboltaáhugafólk að fylla Vodafonehöllina á sunnudaginn í heimaleik Íslands.Mörk Íslands: Rakel Dögg Bragadóttir 6 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 4 Karen Knútsdóttir 3 Rut Jónsdóttir 2 Stella Sigurðardóttir 2 Þórey Rósa Stefánsdóttir 1 Rebekka Rút Skúladóttir 1 Brynja Magnúsdóttir 1/1 Ásta Gunnarsdóttir 1 Hrafnhildur Skúladóttir 1 Hanna Guðrún Stefánsdóttir 1Varin skot: Guðrún Ósk Maríasdóttir 9 Guðný Jenný Ásmundsdóttir 1 Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira
Silfurlið Svíþjóðar frá EM í handbolta í desember marði íslenska kvennalandsliðið 23-24 í æfingaleik þjóðanna í Vodafonehöllinni í kvöld í hörkuleik. Svíar byrjuðu leikinn mjög vel og mættu ákveðnar til leiks eftir að þjálfari þeirra hafði haft af þeim fer á Þingvelli vegna slakrar frammistöðu í fyrri leik liðanna á sunnudaginn. Ágúst Jóhannsson svaraði góðri byrjun Svía með því að taka leikhlé í stöðunni 6-2 eftir tæplega 12 mínútna leik og þá hrökk íslenska liðið í gang. Ísland gerði mörg mistök í sókninni í upphafi en náði að róa leik sinn og fá betri sóknir auk þess sem liðið náði að þétta vörnina. Ísland náði því að minnka muninn í eitt mark fyrir leikhlé 11-12. Jafnræði var með liðunum allan seinni hálfleikinn og skiptust liðin á að leiða með einu marki en aðeins einu sinni munaði meira en einu marki á liðunum í hálfleiknum, í stöðunni 15-17 Svíum í vil um miðbik hálfleiksins. Ísland komst yfir 23-22 þegar tvær mínútur voru til leiksloka en Svíar skoruðu tvö síðustu mörk leiksins og tryggðu sér sigur. Ísland mætir Úkraínu í næstu viku í umspili um laust sæti á HM í Brasilíu og getur farið fullt sjálfstrausts í þá leiki eftir tvo góða leiki gegn Svíþjóð. Stígandi var í leik liðsins á milli leikja og náðu Ágúst Jóhannsson og Einar Jónsson að bæta margt í leik liðsins frá fyrri leik liðanna á sunnudaginn. Tæknifeilar í sókninni voru mun færri og liðið lék mikið betur í stöðunni einum fleiri. Það er því full ástæða til þess að fara bjartsýn inn í leikina gegn Úkraínu og rétt að árétta við handboltaáhugafólk að fylla Vodafonehöllina á sunnudaginn í heimaleik Íslands.Mörk Íslands: Rakel Dögg Bragadóttir 6 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 4 Karen Knútsdóttir 3 Rut Jónsdóttir 2 Stella Sigurðardóttir 2 Þórey Rósa Stefánsdóttir 1 Rebekka Rút Skúladóttir 1 Brynja Magnúsdóttir 1/1 Ásta Gunnarsdóttir 1 Hrafnhildur Skúladóttir 1 Hanna Guðrún Stefánsdóttir 1Varin skot: Guðrún Ósk Maríasdóttir 9 Guðný Jenný Ásmundsdóttir 1
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti