Geir kýs Blatter: Fylgi foringja vorum Platini Henry Birgir Gunnarsson skrifar 31. maí 2011 17:43 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. Sepp Blatter, forseti FIFA, setti nú síðdegis FIFA-þingið. Mikill fjölmiðlasirkus er í kringum þingið eins og íþróttaáhugamönnum er kunnugt um. Á morgun er síðan sjálft forsetakjörið og þar er aðeins Sepp Blatter í framboði. Enska knattspyrnusambandið hefur farið fram á að kjörinu verði frestað og að óháð siðanefnd verði fengin til þess að fara yfir málefni FIFA þar sem hæstráðendur hafa verið sakaðir um mútuþægni og fleira. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, situr þingið fyrir Íslands hönd og Vísir heyrði í honum seinni partinn. Fyrsta spurning var hvort KSÍ ætlaði að kjósa Blatter eða sitja hjá eins og Englendingar ætla meðal annars að gera. „Evrópuþjóðirnar hafa hist og við fylgjum foringja vorum, Platini, og framkvæmdastjórn UEFA eins og staðan er núna. Norðurlandaþjóðirnar hafa stungið saman nefjum og við erum að ræða málin. Það er verið að ræða málin í öllum hornum hérna," sagði Geir. „Hlutirnir eru að gerast hratt hér núna. Við erum að leita eftir upplýsingum og ráðgjöf. Við Norðurlandaþjóðirnar viljum gjarna fá niðurstöðu í öll þessi mál. Það þarf að leiða fram hvað sé satt og rétt. Það hefur ýmislegt komið upp á yfirborðið. „Stefnan hefur ekki breyst enn sem komið er og það er bara einn maður í kjöri. Menn eru samt að ræða saman og þannig er það núna." Hæstráðendur í stjórn FIFA hafa verið sakaðir um alls konar spillingu í gegnum árin og er KSÍ ekki að leggja blessun sína yfir þá stjórnarhætti með því að kjósa Blatter? „Við höfum stutt Blatter áður og vorum búnir að taka ákvörðun um að styðja hann í þessu kjöri. Það er bara hægt að styðja þá sem eru í framboði. Það er ekki hægt að gera neitt annað. Maður veltir því líka fyrir sér af hverju bjóða þeir sig ekki fram sem vilja stuðla að framgangi annarra mála. Svo er verið að ræða ýmsa aðra hluti eins og Englendingar hafa talað um að fresta kosningunni," sagði Geir en hvað finnst honum um þá tillögu? „Í þessum málum lúti ég mikið forystu UEFA. Við erum ekki að dansa neinn sóloleik í þessi kjöri. Langt í frá. Við tökum mikið mark á því sem UEFA leiðir fram og Norðurlöndin líka. Eins og ég segi viljum við fá þessi mál rannsökuð og leidd til lykta. En við höfum stutt Blatter og gerum það áfram á meðan annað er ekki í stöðunni. Það er samt ýmislegt að gerast núna og við verðum að tala aftur saman á morgun." Finnst Geir það vera eðlilegt að KSÍ hafi ekki sína skoðun á málinu heldur kjósi eins og aðrir vilja að þeir geri? „Við höfum tekið þá ákvörðun að við kjósum Blatter og það hefur ekki enn breyst. Ég bendi á að siðanefnd FIFA hefur hreinsað Blatter af ákærum. Það hefur ekkert sannast á hann," sagði Geir en þessi hneykslismál eiga sér stað undir hans stjórn. „Blatter hefur bent á að hann skipi ekki stjórn FIFA. Vandinn liggur því víða í málinu. Við erum samt ánægðir með okkar fulltrúa í stjórninni. „Það liggur samt fyrir að það er enginn ánægður með þá stöðu sem nú er uppi. Þess vegna eru menn að ræða saman á fullu núna. Það er búið að setja þingið og Blatter heldur sína krítísku ræðu í fyrramálið sem mun skipta verulegu máli," sagði Geir en hvað vill hann persónulega sjá að gerist? „Ég er búinn að vera lengi í þessu og sjá miklar breytingar á löngum tíma. Það hafa orðið miklar breytingar í stjórnarháttum FIFA en auðvitað er mikil breyting alls staðar í heiminum og það þurfa að líka að verða breytingar hjá FIFA." Hvað finnst Geir um að óháð rannsóknarnefnd skoði málefni FIFA? „Norðurlöndin styðja það eindregið að óháður aðili skeri úr um þessi mál. Það væri rétt og heilbrigt skref," sagði Geir en þarf að hreinsa meira út hjá FIFA? „Ég held að það gerist sjálfkrafa. Það er augljóst mál," sagði Geir en gerist það ef Blatter verður áfram forseti? „Eins og staðan er í dag er hann einn í kjöri og við getum ekki haft forystulaus samtök. Hann lýsti því samt yfir að þetta yrði hans síðasta tímabil ef hann næði kjöri þannig að það eru að verða breytingar. Hversu hratt veit ég ekki en það gerist ekki 1,2 og þrír að menn taki yfir FIFA þó svo margir hafi þann draum að stjórna þessum samtökum. Það verður mikið kapp fram undan um það sæti,“ sagði Geir en hefur hann trú á því að það verði friður um FIFA á meðan Blatter situr áfram? „Ég held að við verðum að sjá hvað gerist á morgun. Það er ómögulegt að segja hvað gerist.“ Íslenski boltinn Mest lesið Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Sepp Blatter, forseti FIFA, setti nú síðdegis FIFA-þingið. Mikill fjölmiðlasirkus er í kringum þingið eins og íþróttaáhugamönnum er kunnugt um. Á morgun er síðan sjálft forsetakjörið og þar er aðeins Sepp Blatter í framboði. Enska knattspyrnusambandið hefur farið fram á að kjörinu verði frestað og að óháð siðanefnd verði fengin til þess að fara yfir málefni FIFA þar sem hæstráðendur hafa verið sakaðir um mútuþægni og fleira. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, situr þingið fyrir Íslands hönd og Vísir heyrði í honum seinni partinn. Fyrsta spurning var hvort KSÍ ætlaði að kjósa Blatter eða sitja hjá eins og Englendingar ætla meðal annars að gera. „Evrópuþjóðirnar hafa hist og við fylgjum foringja vorum, Platini, og framkvæmdastjórn UEFA eins og staðan er núna. Norðurlandaþjóðirnar hafa stungið saman nefjum og við erum að ræða málin. Það er verið að ræða málin í öllum hornum hérna," sagði Geir. „Hlutirnir eru að gerast hratt hér núna. Við erum að leita eftir upplýsingum og ráðgjöf. Við Norðurlandaþjóðirnar viljum gjarna fá niðurstöðu í öll þessi mál. Það þarf að leiða fram hvað sé satt og rétt. Það hefur ýmislegt komið upp á yfirborðið. „Stefnan hefur ekki breyst enn sem komið er og það er bara einn maður í kjöri. Menn eru samt að ræða saman og þannig er það núna." Hæstráðendur í stjórn FIFA hafa verið sakaðir um alls konar spillingu í gegnum árin og er KSÍ ekki að leggja blessun sína yfir þá stjórnarhætti með því að kjósa Blatter? „Við höfum stutt Blatter áður og vorum búnir að taka ákvörðun um að styðja hann í þessu kjöri. Það er bara hægt að styðja þá sem eru í framboði. Það er ekki hægt að gera neitt annað. Maður veltir því líka fyrir sér af hverju bjóða þeir sig ekki fram sem vilja stuðla að framgangi annarra mála. Svo er verið að ræða ýmsa aðra hluti eins og Englendingar hafa talað um að fresta kosningunni," sagði Geir en hvað finnst honum um þá tillögu? „Í þessum málum lúti ég mikið forystu UEFA. Við erum ekki að dansa neinn sóloleik í þessi kjöri. Langt í frá. Við tökum mikið mark á því sem UEFA leiðir fram og Norðurlöndin líka. Eins og ég segi viljum við fá þessi mál rannsökuð og leidd til lykta. En við höfum stutt Blatter og gerum það áfram á meðan annað er ekki í stöðunni. Það er samt ýmislegt að gerast núna og við verðum að tala aftur saman á morgun." Finnst Geir það vera eðlilegt að KSÍ hafi ekki sína skoðun á málinu heldur kjósi eins og aðrir vilja að þeir geri? „Við höfum tekið þá ákvörðun að við kjósum Blatter og það hefur ekki enn breyst. Ég bendi á að siðanefnd FIFA hefur hreinsað Blatter af ákærum. Það hefur ekkert sannast á hann," sagði Geir en þessi hneykslismál eiga sér stað undir hans stjórn. „Blatter hefur bent á að hann skipi ekki stjórn FIFA. Vandinn liggur því víða í málinu. Við erum samt ánægðir með okkar fulltrúa í stjórninni. „Það liggur samt fyrir að það er enginn ánægður með þá stöðu sem nú er uppi. Þess vegna eru menn að ræða saman á fullu núna. Það er búið að setja þingið og Blatter heldur sína krítísku ræðu í fyrramálið sem mun skipta verulegu máli," sagði Geir en hvað vill hann persónulega sjá að gerist? „Ég er búinn að vera lengi í þessu og sjá miklar breytingar á löngum tíma. Það hafa orðið miklar breytingar í stjórnarháttum FIFA en auðvitað er mikil breyting alls staðar í heiminum og það þurfa að líka að verða breytingar hjá FIFA." Hvað finnst Geir um að óháð rannsóknarnefnd skoði málefni FIFA? „Norðurlöndin styðja það eindregið að óháður aðili skeri úr um þessi mál. Það væri rétt og heilbrigt skref," sagði Geir en þarf að hreinsa meira út hjá FIFA? „Ég held að það gerist sjálfkrafa. Það er augljóst mál," sagði Geir en gerist það ef Blatter verður áfram forseti? „Eins og staðan er í dag er hann einn í kjöri og við getum ekki haft forystulaus samtök. Hann lýsti því samt yfir að þetta yrði hans síðasta tímabil ef hann næði kjöri þannig að það eru að verða breytingar. Hversu hratt veit ég ekki en það gerist ekki 1,2 og þrír að menn taki yfir FIFA þó svo margir hafi þann draum að stjórna þessum samtökum. Það verður mikið kapp fram undan um það sæti,“ sagði Geir en hefur hann trú á því að það verði friður um FIFA á meðan Blatter situr áfram? „Ég held að við verðum að sjá hvað gerist á morgun. Það er ómögulegt að segja hvað gerist.“
Íslenski boltinn Mest lesið Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira