Innlent

Öskufall í Grímsey

Frá Grímsey. Myndin er úr safni.
Frá Grímsey. Myndin er úr safni.
Íbúar Grímseyjar hafa orðið varir við öskufall í bænum. Þar er jörðin hvít eftir kalt veður undanfarna daga en að sögn heimamanns, sem fréttastofa ræddi við, liggur grá slikja yfir snjónum sem er augljóslega afleiðingar öskufalls.

Það er grátt í Grímsey.
Samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands þá má búast við talsverðu öskufalli allvíða suðaustanlands og einnig má gera ráð fyrir öskufalli austantil á Suðurlandi fram eftir degi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×