Innlent

Skyggnið ekkert - aðstæður eru hrikalegar

Eins og sést á myndinni þá eru aðstæður ferlegar.
Eins og sést á myndinni þá eru aðstæður ferlegar.
Skyggnið við og á Kirkjubæjarklaustri er nánast ekkert. Samkvæmt upplýsingum frá fréttamönnum fréttastofunnar sést varla út fyrir vélarhlíf bílsins.

Andri Ólafsson fréttamaður Stöðvar 2 segist ekki vita hvort þeir séu að aka á veginum, utan vegar eða hreinlega í garðinum hjá einhverjum. Þeir eru staddir rétt fyrir utan bæinn.

Eins og meðfylgjandi myndasafn sýnir glögglega eru aðstæður hrikalegar. Þeir sem til þekkja segja öskufallið mun verra nú heldur en í gosinu í Eyjafjallajökli.

Mikill vindur er á svæðinu og því nánast ekkert skyggni.

Fólk heldur sig innandyra og er öll umferð bönnuð frá Vík og að Skaftafelli.

Hægt er að skoða hrikalegar myndir af ástandinu sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins tók.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×