Gosóróinn lítið breyst síðastliðinn sólarhring Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 23. maí 2011 19:09 Gosórói í Grímsvötnum hefur lítið breyst síðasta sólarhringinn segir jarðeðlisfræðingur. Búast má þó áfram við umtalsverðu öskufalli næstu daga. Almannavarnir beina því til fólks að kynda vel heimili sín til að halda öskunni úti. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir gosið núna vera af þeirri stærðargráðu eins og þegar gosið í Eyjafjallajökli stóð hvað hæst. Gosið nú er einungis um einn tíundi af því þegar það var mest en er þó enn öflugt. „Það gos sem kemst næst þessu hvað stærð varðar í Grímsvötnum, er gos sem varð 1873 og þá var verulegt öskufall í byggðum í fjóra daga og ég held við verðum að reikna með því að þetta sé eitthvað svipað þannig það séu einhverjir dagar eftir af umtalsverðu öskufalli en síðan er það spurning um hvert vindurinn blæs hvert askan fer," segir Magnús Tumi. Erfitt er að segja til um lengd gossins. „Það eru líkur til þess að í gosinu 1873 hafi verið eldur uppi í allt að sjö mánuði en það var ekkert öskufall að ráði nema fyrstu dagana eða fyrstu vikuna." Gosmökkurinn er nú í um 5 til 7 kílómetra hæð, Magnús Tumi segir vind úr norðri lækka mökkinn. Hæst fór mökkurinn í tæpa tuttugu kílómetra í gærmorgun. Þegar gosið í Eyjafjallajökli var í hámarki á síðasta ári var gosmökkur þess einungis í um 10 kílómetrum. Gríðarlegt öskufall hefur verið á svæðinu undir gosstöðvunum, mest á milli Eyjafjallajökuls og Kvískerja. Hins vegar hafa borist tilkynningar um öskufall um allt land. Askan barst til Reykjavíkur um kvöldmatarleytið í gær og í dag mældist svifryk í Reykjavík tæp 400 míkrógrömm á rúmmetra en heilsuverndarmörk eru við 50 míkrógrömm. Hjá Almannavörnum hefur viðbúnaður áfram verið mikill í dag. Hugað var að því í morgun að opna þjóðveginn en vegna öskufalls og slæms skyggnis reyndist það ekki mögulegt og ekki vitað hvenær það verður hægt. Næstu skref eru að fylgjast áfram með eldgosinu. „Halda áfram að líta eftir fólki þarna á svæðinu, heyra í fólki, athuga hvað vantar og veita þá aðstoð sem hægt er. Það gengur hvorki hægt né hratt, aðalatriðið að við höfum ekki haft neinar fregnir af slysum af fólki en auðvitað er þetta sjokk fyrir alla sem eru á svæðinu sérstaklega og okkur hina líka," segir Hjálmar Björgvinsson stjórnandi aðgerða í Samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð. Hjálmar segir tilmæli til fólks vera einföld. „Hækkiði hitann í híbýlunum til þess að mynda yfirþrýsting, setjið raka klúta við glugga og hugsanlega teipa fyrir og síðan eins og hægt er að fólk verði innandyra." Helstu fréttir Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Fleiri fréttir Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori Sjá meira
Gosórói í Grímsvötnum hefur lítið breyst síðasta sólarhringinn segir jarðeðlisfræðingur. Búast má þó áfram við umtalsverðu öskufalli næstu daga. Almannavarnir beina því til fólks að kynda vel heimili sín til að halda öskunni úti. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir gosið núna vera af þeirri stærðargráðu eins og þegar gosið í Eyjafjallajökli stóð hvað hæst. Gosið nú er einungis um einn tíundi af því þegar það var mest en er þó enn öflugt. „Það gos sem kemst næst þessu hvað stærð varðar í Grímsvötnum, er gos sem varð 1873 og þá var verulegt öskufall í byggðum í fjóra daga og ég held við verðum að reikna með því að þetta sé eitthvað svipað þannig það séu einhverjir dagar eftir af umtalsverðu öskufalli en síðan er það spurning um hvert vindurinn blæs hvert askan fer," segir Magnús Tumi. Erfitt er að segja til um lengd gossins. „Það eru líkur til þess að í gosinu 1873 hafi verið eldur uppi í allt að sjö mánuði en það var ekkert öskufall að ráði nema fyrstu dagana eða fyrstu vikuna." Gosmökkurinn er nú í um 5 til 7 kílómetra hæð, Magnús Tumi segir vind úr norðri lækka mökkinn. Hæst fór mökkurinn í tæpa tuttugu kílómetra í gærmorgun. Þegar gosið í Eyjafjallajökli var í hámarki á síðasta ári var gosmökkur þess einungis í um 10 kílómetrum. Gríðarlegt öskufall hefur verið á svæðinu undir gosstöðvunum, mest á milli Eyjafjallajökuls og Kvískerja. Hins vegar hafa borist tilkynningar um öskufall um allt land. Askan barst til Reykjavíkur um kvöldmatarleytið í gær og í dag mældist svifryk í Reykjavík tæp 400 míkrógrömm á rúmmetra en heilsuverndarmörk eru við 50 míkrógrömm. Hjá Almannavörnum hefur viðbúnaður áfram verið mikill í dag. Hugað var að því í morgun að opna þjóðveginn en vegna öskufalls og slæms skyggnis reyndist það ekki mögulegt og ekki vitað hvenær það verður hægt. Næstu skref eru að fylgjast áfram með eldgosinu. „Halda áfram að líta eftir fólki þarna á svæðinu, heyra í fólki, athuga hvað vantar og veita þá aðstoð sem hægt er. Það gengur hvorki hægt né hratt, aðalatriðið að við höfum ekki haft neinar fregnir af slysum af fólki en auðvitað er þetta sjokk fyrir alla sem eru á svæðinu sérstaklega og okkur hina líka," segir Hjálmar Björgvinsson stjórnandi aðgerða í Samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð. Hjálmar segir tilmæli til fólks vera einföld. „Hækkiði hitann í híbýlunum til þess að mynda yfirþrýsting, setjið raka klúta við glugga og hugsanlega teipa fyrir og síðan eins og hægt er að fólk verði innandyra."
Helstu fréttir Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Fleiri fréttir Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori Sjá meira