Mikilvægasta mál Hæstaréttar í sjö ár Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. maí 2011 20:20 Málið verður endurflutt í Hæstarétti í byrjun júní. Málflutningur í máli Landsbanka Íslands (NBI hf.) gegn þrotabúi Motormax ehf. fer fram þann 6. júní næstkomandi frammi fyrir sjö dómurum Hæstaréttar. Þetta er í fyrsta sinn í sjö ár sem málflutningur fer fram fyrir sjö manna dómi. Samkvæmt upplýsingum frá Hæstarétti var það síðast gert í svokölluðum þjóðlendumálum árið 2004. Það sem vekur athygli er að búið var að flytja málið fyrir Hæstarétti fyrir fimm dómendum, en eftir að málið hafði verið lagt í dóm var ákveðið að láta endurflytja það með sjö dómurum. Um er að ræða mál sem bankinn höfðaði gegn þrotabúinu vegna gengistryggðra lána. Deilan snýst um 150 milljóna króna lán í fimm myntum sem gamli Landsbankinn veitti Motormax árið 2007. Motormax var tekið til gjaldþrotaskipta í maí 2009. Í júlí það sama ár gerði Landsbankinn kröfu í búið að fjárhæð tæplega 276 milljónir krónur. Skiptastjóri þrotabús Motormax tilkynnti Landsbankanum það í október í fyrra að hann samþykkti ekki kröfuna eins og henni var lýst heldur samþykkti hann hana með tilliti til nýgenginna dóma Hæstaréttar Íslands í gengistryggingamálunum. Skiptastjóri viðurkenndi því kröfu að upphæð tæplega 168 milljónir krónur en ekki að fjárhæð tæplega 276 milljónir króna. Landsbankinn mótmælti afstöðu skiptastjóra. Ekki tókst að leysa ágreininginn og því stefndi Landsbankinn þrotabúinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Í febrúar síðastliðnum tók Héraðsdómur Reykjavíkur undir málflutning skiptastjórans og hafnaði kröfu Landsbankans. Bankinn áfrýjaði málinu til Hæstaréttar.Gríðarlegir hagsmunir og mikið fordæmisgildi Í Hæstarétti eru mál ýmist flutt frammi fyrir þremur, fimm eða sjö dómurum. Afar sjaldgæft er að þau séu flutt fyrir sjö manna dómi. Samkvæmt upplýsingum frá Hæstarétti eru ástæðurnar fyrir því að ákveðið var að endurflytja málið fyrir sjö dómurum þeir hagsmunir sem um er deilt og fordæmisgildi málsins. Vísir veit ekki til þess að það hafi komi fyrir áður að mál hafi verið endurflutt í Hæstarétti fyrir sjö dómurum eftir að hafa verið flutt fyrir fimm dómurum. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofustjóra Hæstaréttar kemur það hins vegar fyrir af og til að mál sem hafi verið flutt fyrir þremur dómurum sé endurflutt fyrir fimm dómurum af þessum ástæðum. Fimm dómarar kváðu upp gengisdóm í Hæstarétti þann 16. júní í fyrra. Það er einn umtalaðasti Hæstaréttardómur síðari ára. Í því máli voru gengistryggð bílalán dæmd ólögleg. Um haustið sama ár kvað Hæstiréttur svo upp dóm þar sem ákveðið var hvernig vextir af lánunum skildu reiknaðir út. Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Sjá meira
Málflutningur í máli Landsbanka Íslands (NBI hf.) gegn þrotabúi Motormax ehf. fer fram þann 6. júní næstkomandi frammi fyrir sjö dómurum Hæstaréttar. Þetta er í fyrsta sinn í sjö ár sem málflutningur fer fram fyrir sjö manna dómi. Samkvæmt upplýsingum frá Hæstarétti var það síðast gert í svokölluðum þjóðlendumálum árið 2004. Það sem vekur athygli er að búið var að flytja málið fyrir Hæstarétti fyrir fimm dómendum, en eftir að málið hafði verið lagt í dóm var ákveðið að láta endurflytja það með sjö dómurum. Um er að ræða mál sem bankinn höfðaði gegn þrotabúinu vegna gengistryggðra lána. Deilan snýst um 150 milljóna króna lán í fimm myntum sem gamli Landsbankinn veitti Motormax árið 2007. Motormax var tekið til gjaldþrotaskipta í maí 2009. Í júlí það sama ár gerði Landsbankinn kröfu í búið að fjárhæð tæplega 276 milljónir krónur. Skiptastjóri þrotabús Motormax tilkynnti Landsbankanum það í október í fyrra að hann samþykkti ekki kröfuna eins og henni var lýst heldur samþykkti hann hana með tilliti til nýgenginna dóma Hæstaréttar Íslands í gengistryggingamálunum. Skiptastjóri viðurkenndi því kröfu að upphæð tæplega 168 milljónir krónur en ekki að fjárhæð tæplega 276 milljónir króna. Landsbankinn mótmælti afstöðu skiptastjóra. Ekki tókst að leysa ágreininginn og því stefndi Landsbankinn þrotabúinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Í febrúar síðastliðnum tók Héraðsdómur Reykjavíkur undir málflutning skiptastjórans og hafnaði kröfu Landsbankans. Bankinn áfrýjaði málinu til Hæstaréttar.Gríðarlegir hagsmunir og mikið fordæmisgildi Í Hæstarétti eru mál ýmist flutt frammi fyrir þremur, fimm eða sjö dómurum. Afar sjaldgæft er að þau séu flutt fyrir sjö manna dómi. Samkvæmt upplýsingum frá Hæstarétti eru ástæðurnar fyrir því að ákveðið var að endurflytja málið fyrir sjö dómurum þeir hagsmunir sem um er deilt og fordæmisgildi málsins. Vísir veit ekki til þess að það hafi komi fyrir áður að mál hafi verið endurflutt í Hæstarétti fyrir sjö dómurum eftir að hafa verið flutt fyrir fimm dómurum. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofustjóra Hæstaréttar kemur það hins vegar fyrir af og til að mál sem hafi verið flutt fyrir þremur dómurum sé endurflutt fyrir fimm dómurum af þessum ástæðum. Fimm dómarar kváðu upp gengisdóm í Hæstarétti þann 16. júní í fyrra. Það er einn umtalaðasti Hæstaréttardómur síðari ára. Í því máli voru gengistryggð bílalán dæmd ólögleg. Um haustið sama ár kvað Hæstiréttur svo upp dóm þar sem ákveðið var hvernig vextir af lánunum skildu reiknaðir út.
Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Sjá meira