Innlent

Katrín tekur til hendinni á Klaustri

Askan smaug um allt þegar kófið var sem mest.
Askan smaug um allt þegar kófið var sem mest.
Starfsmenn Iðnaðarráðuneytisins láta hendur standa fram úr ermum í dag með Katrínu Júlíusdóttur ráðherra í broddi fylkingar. Um tuttugu manna hópur úr ráðuneytinu og tveimur undirstofnunum, Nýsköpunarmiðstöð og Ferðamálastofu fór austur á gossvæðið til þess að hjálpa til við hreinsunarstörfin sem eru að vonum ærin.

Hópurinn er nú á Hótel Klaustri að þrífa öskusallann sem smaug um allt og einnig stendur til að taka til hendinni á hótelinu á Efri-Vík og á Hótel Geirlandi.

Katrín segir í samtali við fréttastofu að ástandið hafi komið henni ánægjulega á óvart, hún hafi óttast að afleiðingar öskufallsins frá Grímsvötnum væru verri en þær eru í raun og veru.

Hún segist bjartsýn á að allt verði orðið hreint og fínt að nýju á næstu dögum enda taki fjöldi fólks þátt í hreinsunarstarfinu af miklum dugnaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×