Gísli Rúnar Kristinsson saknar Millu sem er þriggja ára tík. Síðast sást til hennar snemma í gærmorgun á Dalvegi í Kópavogi. Hún svarar ef nafn hennar er kallað.
Milla, sem er af mini doberman tegundinni, er væntanlega slösuð en Gísli fékk þær upplýsingar stuttu eftir að viðtalið var tekið við hann í dag að keyrt hafi verið utan í Millu og hún flúið óttaslegin af vettvangi í kjölfarið en það staðfestir að hún er á lífi.
Vinsamlegast hafið samband við Gísla í síma 895-6667 ef þið hafið einhverjar upplýsingar um ferðir Millu.
Slasaður hundur horfinn
Ellý Ármannsdóttir skrifar