Rakel: Ríkir bjartsýni í hópnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. maí 2011 14:30 Mynd/Ole Nielsen Rakel Dögg Bragadóttir landsliðsfyrirliði segir að íslenska kvennalandsliðið sé staðráðið í að komast á fleiri stórmót á næstu árum. Ísland er nú að undirbúa sig fyrir undankeppni HM í Brasilíu. Liðið mætir Úkraínu í tveimur umspilsleikjum í næsta mánuði þar sem að sæti í úrslitakeppninni er í húfi. Liðið mætir fyrst sterku liði Svíþjóðar í tveimur æfingaleikjum í Vodafone-höllinni. Sá fyrri er í dag klukkan 16.00 og svo annað kvöld klukkan 19.30. „Það ríkir fyrst og fremst mikil tilhlökkun í hópnum," sagði Rakel Dögg í samtali við Vísi um verkefnið sem er fram undan. „Við erum bjartsýnar og einbeittar en vitum samt að þetta verður erfitt enda er Úkraína með mjög sterkt lið." „Við teljum okkur samt eiga möguleika og er mjög mikilvægt að við nýtum vel þann tíma sem við höfum fram að þessum leikjum. Þess vegna skiptir það miklu að við stöndum okkur vel í æfingaleikjunum gegn Svíþjóð." Ísland keppti á sínu fyrsta stórmóti þegar að stelpurnar kepptu á EM í Danmörku í desember síðastliðnum. Allir leikirnir töpuðust en Rakel segir að reynslan sem liðið öðlaðist hafi verið dýrmæt. „Við vorum allar frekar svekktar og töldum að okkur hafi ekki tekist að sýna okkar rétta andlit. En það gerir það að verkum að við erum enn ákveðnari í að komast á næsta stórmót. Sú reynsla sem við fengum í Danmörku mun hjálpa okkur til að ná því markmiði." „Við erum með ungt en reynslumikið lið. Við höfum flestar spilað lengi saman og í mörgum landsleikjum. Við höfum trú á því að við getum komist í hóp bestu þjóða í Evrópu. Þegar við náðum okkar besta fram tókst okkur að standa í þessum liðum." Ágúst Þór Jóhannsson tók við þjálfun landsliðsins af Júlíusi Jónassyni í vetur en Ágústi til aðstoðar er Einar Jónsson, þjálfari Fram. Rakel segir að innkoma þeirra hafi verið góð. „Mér finnst hópurinn hafa tekið þeim vel. Þeir hafa ekki gert neinar stórtækar breytingar en skerpa á sínum áherslum. Ég tel að þetta hafi verið jákvæð breyting," sagði Rakel. Íslenski handboltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Rakel Dögg Bragadóttir landsliðsfyrirliði segir að íslenska kvennalandsliðið sé staðráðið í að komast á fleiri stórmót á næstu árum. Ísland er nú að undirbúa sig fyrir undankeppni HM í Brasilíu. Liðið mætir Úkraínu í tveimur umspilsleikjum í næsta mánuði þar sem að sæti í úrslitakeppninni er í húfi. Liðið mætir fyrst sterku liði Svíþjóðar í tveimur æfingaleikjum í Vodafone-höllinni. Sá fyrri er í dag klukkan 16.00 og svo annað kvöld klukkan 19.30. „Það ríkir fyrst og fremst mikil tilhlökkun í hópnum," sagði Rakel Dögg í samtali við Vísi um verkefnið sem er fram undan. „Við erum bjartsýnar og einbeittar en vitum samt að þetta verður erfitt enda er Úkraína með mjög sterkt lið." „Við teljum okkur samt eiga möguleika og er mjög mikilvægt að við nýtum vel þann tíma sem við höfum fram að þessum leikjum. Þess vegna skiptir það miklu að við stöndum okkur vel í æfingaleikjunum gegn Svíþjóð." Ísland keppti á sínu fyrsta stórmóti þegar að stelpurnar kepptu á EM í Danmörku í desember síðastliðnum. Allir leikirnir töpuðust en Rakel segir að reynslan sem liðið öðlaðist hafi verið dýrmæt. „Við vorum allar frekar svekktar og töldum að okkur hafi ekki tekist að sýna okkar rétta andlit. En það gerir það að verkum að við erum enn ákveðnari í að komast á næsta stórmót. Sú reynsla sem við fengum í Danmörku mun hjálpa okkur til að ná því markmiði." „Við erum með ungt en reynslumikið lið. Við höfum flestar spilað lengi saman og í mörgum landsleikjum. Við höfum trú á því að við getum komist í hóp bestu þjóða í Evrópu. Þegar við náðum okkar besta fram tókst okkur að standa í þessum liðum." Ágúst Þór Jóhannsson tók við þjálfun landsliðsins af Júlíusi Jónassyni í vetur en Ágústi til aðstoðar er Einar Jónsson, þjálfari Fram. Rakel segir að innkoma þeirra hafi verið góð. „Mér finnst hópurinn hafa tekið þeim vel. Þeir hafa ekki gert neinar stórtækar breytingar en skerpa á sínum áherslum. Ég tel að þetta hafi verið jákvæð breyting," sagði Rakel.
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira