Ágúst: Eigum raunhæfa möguleika á HM-sæti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. maí 2011 13:15 Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari íslenska landsliðsins. Mynd/Valli Ágúst Þór Jóhannsson tók nýverið við þjálfun kvennalandsliðsins í handbolta ásamt Einari Jónssyni. Þeir fá nú það verkefni að koma Íslandi á næsta stórmót sem er HM í Brasilíu. Ísland keppti á sínu fyrsta stórmóti þegar liðið komst á EM í Danmörku á síðasta ári. Nú bíða leikir gegn Úkraínu þar sem í húfi er farseðill á HM sem fer fram í Brasilíu í desember næstkomandi. Ágúst starfar einnig sem þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins Levanger auk þess sem hann starfaði áður sem þjálfari nokkurra íslenskra félagsliða sem og yngri landsliða Íslands. „Það hefur svo sem ekki margt komið mér á óvart fyrstu vikurnar í þessu starfi," sagði Ágúst í samtali við Vísi. „Helst er að umgjörðin í kringum liðið er betri en ég átti von á og er það auðvitað af hinu góða. Það er greinilegt að þessi mál hafa þróast til betri vegar hjá handknattleikssambandinu síðustu árin. Það er til fyrirmyndar." „Það er því gott að starfa með þessum hópi leikmanna auk þess sem að það er gott fólk að vinna í kringum liðið." Ísland mætir sterku liði Svíþjóðar í Vodafone-höllinni bæði í dag og annað kvöld en leikirnir eiga að undirbúa stelpurnar fyrir átökin gegn Úkraínu. „Leikmenn öðluðust dýrmæta reynslu á síðasta EM og liðið er á mjög góðum aldri. Þó svo að úrslit leikjanna á EM hafi ekkert verið frábær fékk liðið ákveðna eldskírn og frammistaða þess að mörgu leyti góð." „Nú er stefnan sett á HM og ljóst að það verður erfitt verkefni að mæta Úkraínu. En við eigum raunhæfan möguleika á að komast áfram og munum leggja allt okkar til að láta þann draum rætast." Íslenski handboltinn Mest lesið Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport Fleiri fréttir Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Sjá meira
Ágúst Þór Jóhannsson tók nýverið við þjálfun kvennalandsliðsins í handbolta ásamt Einari Jónssyni. Þeir fá nú það verkefni að koma Íslandi á næsta stórmót sem er HM í Brasilíu. Ísland keppti á sínu fyrsta stórmóti þegar liðið komst á EM í Danmörku á síðasta ári. Nú bíða leikir gegn Úkraínu þar sem í húfi er farseðill á HM sem fer fram í Brasilíu í desember næstkomandi. Ágúst starfar einnig sem þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins Levanger auk þess sem hann starfaði áður sem þjálfari nokkurra íslenskra félagsliða sem og yngri landsliða Íslands. „Það hefur svo sem ekki margt komið mér á óvart fyrstu vikurnar í þessu starfi," sagði Ágúst í samtali við Vísi. „Helst er að umgjörðin í kringum liðið er betri en ég átti von á og er það auðvitað af hinu góða. Það er greinilegt að þessi mál hafa þróast til betri vegar hjá handknattleikssambandinu síðustu árin. Það er til fyrirmyndar." „Það er því gott að starfa með þessum hópi leikmanna auk þess sem að það er gott fólk að vinna í kringum liðið." Ísland mætir sterku liði Svíþjóðar í Vodafone-höllinni bæði í dag og annað kvöld en leikirnir eiga að undirbúa stelpurnar fyrir átökin gegn Úkraínu. „Leikmenn öðluðust dýrmæta reynslu á síðasta EM og liðið er á mjög góðum aldri. Þó svo að úrslit leikjanna á EM hafi ekkert verið frábær fékk liðið ákveðna eldskírn og frammistaða þess að mörgu leyti góð." „Nú er stefnan sett á HM og ljóst að það verður erfitt verkefni að mæta Úkraínu. En við eigum raunhæfan möguleika á að komast áfram og munum leggja allt okkar til að láta þann draum rætast."
Íslenski handboltinn Mest lesið Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport Fleiri fréttir Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Sjá meira