Fótbolti

Guardiola: Þeir hafa styrkinn og við höfum tæknina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pep Guardiola, þjálfari Barcelona.
Pep Guardiola, þjálfari Barcelona. Mynd/AP
Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, býst við flottum fótbolta í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti Manchester United í kvöld og að þar fari uppgjör á milli tveggja ólíkra fótboltastíla. Leikur liðanna fer fram á Wembley og þar á Barcelona möguleika á að vinna annan úrslitaleikinn á þremur árum á móti Manchester United.

„Við eigum að sýna að bæði þessi lið spila flottan fótbolta. Það er allur heimurinn að horfa og því verðum við að sýna það að við eigum skilið að spila í úrslitaleik áratugsins," sagði Pep Guardiola.

„Þegar þú spilar í úrslitaleik þar sem bæði lið ætlar sér að vinna með því að góðan fótbolta þá verður það mikil skemmtun fyrir restina af heiminum. Þeir hafa styrkinn en við höfum tæknina og svo á bara eftir að koma í ljós hver nær að stýra aðstæðunum best," sagði Guardiola.

Guardiola hefur unnið níu stóra titla á sínum þremur tímabilum sem þjálfari Barcelona-liðsins en liðið varð meistari heima fyrir í vetur alveg eins og Manchester United.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×