Viðskipti erlent

Dani græðir 60 milljarða á sölu Skype

Danski athafnamaðurinn Janus Friis mun fá tæpa 3 milljarða danskra kr. eða um 60 milljarða kr. út úr kaupum Microsoft á netsímafyrirtækinu  Skype. Þetta skýrist af því að hann og sænskur félagi hans eiga ennþá 14% hlut í Skype.

Fjallað er um málið í dönskum fjölmiðlum þessa stundina. Friis og félagi hans, Niklas Zennaström, stofnuðu Skype árið 2003. Þeir seldu svo meirihlutann í Skype til eBay árið 2005 fyrir 16 milljarða danskra kr. eða um 320 milljarða kr. Sú sala leiddi til þess að Friis náði inn á lista Time tímaritsins árið 2006 yfir 100 áhrifamestu viðskiptamenn ársins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×