Lars Von Trier rekinn af Cannes hátíðinni 19. maí 2011 12:03 Lars Von Trier ásamt leikkonunum Kirsten Dunst og Charlotte Gainsbourg. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá brot úr mynd þeirra, Melancholia. Neðar í fréttinni er hlekkur á blaðamannafundinn fræga. Danski leikstjórinn Lars Von Trier hefur verið rekinn af Cannes hátíðinni í Frakklandi eftir að hann lét þau ummæli falla í gær að hann hefði ákveðinn skilning á nasisma og að auki hefði hann samúð með Adolf Hitler. Ummælin fóru afar illa í aðstandendur hátíðarinnar sem og leikara nýjustu myndar Lars sem heitir Melancholia. Lars sagði eftir á að ummælin hefðu verið grín en svo virðist sem það hafi ekki nægt aðstandendum hátíðarinnar sem gáfu út yfirlýsingu í morgun um að nærveru Lars væri ekki óskað á hátíðinni og að hann væri vinsamlegast beðinn um að hafa sig á brott fyrir hádegi í dag. Mynd Lars verður þó áfram sýnd á hátíðinni en hún hefur fengið frekar slæma dóma, þá sérstaklega hjá breska stórblaðinu The Guardian sem sagði myndina beinlínis leiðinlega. Þess má geta að Lars hefur verið sigursæll á hátíðinni. Árið 2000 sigraði hann með myndinni Dancer in the dark og að auki fékk Björk Guðmundsdóttir verðlaun fyrir bestan leik í aðalhlutverki í myndinni.Hér er hægt að horfa á blaðamannafundinn þar sem ummælin féllu. Þau eru sögð á 36 mínútu. Cannes Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Tónlist Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Danski leikstjórinn Lars Von Trier hefur verið rekinn af Cannes hátíðinni í Frakklandi eftir að hann lét þau ummæli falla í gær að hann hefði ákveðinn skilning á nasisma og að auki hefði hann samúð með Adolf Hitler. Ummælin fóru afar illa í aðstandendur hátíðarinnar sem og leikara nýjustu myndar Lars sem heitir Melancholia. Lars sagði eftir á að ummælin hefðu verið grín en svo virðist sem það hafi ekki nægt aðstandendum hátíðarinnar sem gáfu út yfirlýsingu í morgun um að nærveru Lars væri ekki óskað á hátíðinni og að hann væri vinsamlegast beðinn um að hafa sig á brott fyrir hádegi í dag. Mynd Lars verður þó áfram sýnd á hátíðinni en hún hefur fengið frekar slæma dóma, þá sérstaklega hjá breska stórblaðinu The Guardian sem sagði myndina beinlínis leiðinlega. Þess má geta að Lars hefur verið sigursæll á hátíðinni. Árið 2000 sigraði hann með myndinni Dancer in the dark og að auki fékk Björk Guðmundsdóttir verðlaun fyrir bestan leik í aðalhlutverki í myndinni.Hér er hægt að horfa á blaðamannafundinn þar sem ummælin féllu. Þau eru sögð á 36 mínútu.
Cannes Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Tónlist Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira