Viðskipti erlent

Grikkir lýsa yfir stríði gegn skattsvikum

Fjármálaráðherra Grikklands hefur lýst yfir stríði á hendur skattsvikum í landinu. Ríkissjóður Grikklands er tómur og grísk stjórnvöld verða því að grípa til alllra hugsanlegra ráða til að afla sér fjármagns.

Skattsvik og þá sérstaklega svört atvinnustarfsemi hafa verið risavaxið vandamál fyrir Grikki. Samkvæmt frétt á Börsen er talið að skattsvikin kosti ríkissjóð landsins allt að 80 milljörðum evra eða um 13.000 milljarða króna á hverju ár.

Einn liður í baráttu grískra stjórnvalda gegn skattsvikum er samkomulag við Sviss sem á að hindra að Grikkir geti geymt illa fengið fé á leynilegum bankareikningum þar í landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×