Viðskipti erlent

Orðrómur um að Alcoa ætli að kaupa Rio Tinto

Hlutabréf í Alcoa, móðurfélagi Fjarðaráls, hækkuðu töluvert í gærdag eftir að sá orðrómur komst á flot að Alcoa ætti í viðræðum um kaup á Rio Tinto, móðurfélagi álversins í Straumsvík.

Í frétt á Reuters um málið segir að Santander og JP Morgan bankarnir hafi í sameiningu lagt fram lán upp á 25 milljarða dollara til að gera Alcoa kleyft að standa að kaupunum.

Talsmenn þessara banka hafa neitað að tjá sig um málið eða sagt að ekkert sé hæft í þessu.

Þá telja sérfræðingar að þessi orðrómur eigi vart við rök að styðjast þar sem samkeppnislög myndu væntanlega koma í veg fyrir samruna þessara álrisa. Alcoa og Rio Tinto eru annar og þriðji stærsti framleiðandi á áli í heiminum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×