NBA: Dallas komið í 3-0 á móti Lakers - Rose með 44 stig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2011 11:00 Kobe Bryant. Mynd/AP Dallas Mavericks vann þriðja leikinn í röð á móti NBA-meisturum Los Angeles Lakers í úrslitakeppninni í nótt og getur sópað út Kobe Bryant og félögum út úr undanúrslitum Vesturdeildarinnar með því að vinna fjórða leikinn í Dallas á morgun. Chicago Bulls náði hinsvegar aftur í heimavallarréttinn með því að vinna í Atlanta og komast í 2-1 á móti Hawks í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Dirk Nowitzki skoraði 32 stig fyrir Dallas Mavericks í 98-92 heimasigri á Los Angeles Lakers og Jason Terry var með 23 stig. Dallas var sjö stigum undir þegar 5 mínútur voru eftir en þá fór liðið á mikið skrið og tókst að tryggja sér sigurinn og 3-0 forystu í einvíginu. Peja Stojakovic skoraði 11 af 15 stigum sínum í fjórða leikhlutanum og var í stóru hlutverki í 20-7 endaspretti liðsins. Lakers kastaði frá sér sigrinum alveg eins og liðið gerði í fyrsta leiknum og gæti því vel verið 2-1 yfir í einvíginu. „Ég held að við munum vinna þetta einvígi," sagði Kobe Bryant eftir leikinn en ekkert lið í sögu NBA hefur komið til baka eftir að hafa lent 3-0 undir. Andrew Bynum var stigahæstur hjá Lakers með 21 stig og 10 fráköst, Lamar Odom skoraði 18 stig en Kobe var með 17 stig. Bryant skoraði hinsvegar bara 4 stig í fjórða leikhlutanumMynd/AP„Við erum vonsviknir. Okkur fannst við stjórna hraðanum bæði í þessum leik og í fyrsta leiknum. Þeir voru betri að klára þessa leiki en við. Við trúum því samt að við vinnum næsta leik og svo höldum áfram út frá því," sagði Phil Jackson, þjálfari Lakers, sem á hættu að vera sópað út í fyrsta sinn í 20 ára þjálfarasögu sinni. „Við ætlum ekkert að slaka á eða taka fótinn af bensínsgjöfinni. Það má aldrei gefa meisturum lífsvon svo vonandi getum við mætt af sama krafti inn í næsta leik," sagði Dirk Nowitzki sem hitti úr 12 af 19 skotum sínum þar af 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum.Derrick RoseMynd/APDerrick Rose skoraði 44 stig þegar Chicago Bulls vann 99-82 sigur á Atlanta Hawks í þriðja leiknum í undanúrslitaeinvígi liðanna í Austurdeildinni. Atlanta vann fyrsta leikinn í Chicago en Bulls-liðið hefur svarað því með því að vinna tvo leiki í röð. Rose tók völdin strax í fyrsta leikhlutanum þar sem að hann skoraði 17 stig og Bulls-liðið var með frumkvæðið í leiknum frá upphafi. Chicago var 13 stigum yfir í hálfleik og með 17 stiga forskot fyrir lokaleikhlutann. Taj Gibson var með 13 stig og 11 fráköst hjá Chicago, Kyle Korver skoraði 11 stig og Joakim Noah var með 15 fráköst og 5 varin skot en skoraði reyndar bara 2 stig. Jeff Teague var stigahæstur hjá Atlanta með 21 stig og Josh Smith var með 17 stig, 13 fráköst og 4 varin skot. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar:Mynd/APAusturdeildin Atlanta Hawks-Chicago Bulls 82-99 (Staðan er 1-2) Boston Celtics-Miami Heat mætast í kvöld í Boston (Staðan er 0-2)Vesturdeildin Dallas Mavericks-Los Angeles Lakers 98-92 (Staðan er 3-0) Oklahoma City Thunder-Memphis Grizzlies mætast í kvöld í Memphis (Staðan er 1-1) NBA Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Komið að kveðjustund? Í beinni: Grindavík - Keflavík | Hart barist í Smáranum Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Lið sem voru á miklu flugi Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Sjá meira
Dallas Mavericks vann þriðja leikinn í röð á móti NBA-meisturum Los Angeles Lakers í úrslitakeppninni í nótt og getur sópað út Kobe Bryant og félögum út úr undanúrslitum Vesturdeildarinnar með því að vinna fjórða leikinn í Dallas á morgun. Chicago Bulls náði hinsvegar aftur í heimavallarréttinn með því að vinna í Atlanta og komast í 2-1 á móti Hawks í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Dirk Nowitzki skoraði 32 stig fyrir Dallas Mavericks í 98-92 heimasigri á Los Angeles Lakers og Jason Terry var með 23 stig. Dallas var sjö stigum undir þegar 5 mínútur voru eftir en þá fór liðið á mikið skrið og tókst að tryggja sér sigurinn og 3-0 forystu í einvíginu. Peja Stojakovic skoraði 11 af 15 stigum sínum í fjórða leikhlutanum og var í stóru hlutverki í 20-7 endaspretti liðsins. Lakers kastaði frá sér sigrinum alveg eins og liðið gerði í fyrsta leiknum og gæti því vel verið 2-1 yfir í einvíginu. „Ég held að við munum vinna þetta einvígi," sagði Kobe Bryant eftir leikinn en ekkert lið í sögu NBA hefur komið til baka eftir að hafa lent 3-0 undir. Andrew Bynum var stigahæstur hjá Lakers með 21 stig og 10 fráköst, Lamar Odom skoraði 18 stig en Kobe var með 17 stig. Bryant skoraði hinsvegar bara 4 stig í fjórða leikhlutanumMynd/AP„Við erum vonsviknir. Okkur fannst við stjórna hraðanum bæði í þessum leik og í fyrsta leiknum. Þeir voru betri að klára þessa leiki en við. Við trúum því samt að við vinnum næsta leik og svo höldum áfram út frá því," sagði Phil Jackson, þjálfari Lakers, sem á hættu að vera sópað út í fyrsta sinn í 20 ára þjálfarasögu sinni. „Við ætlum ekkert að slaka á eða taka fótinn af bensínsgjöfinni. Það má aldrei gefa meisturum lífsvon svo vonandi getum við mætt af sama krafti inn í næsta leik," sagði Dirk Nowitzki sem hitti úr 12 af 19 skotum sínum þar af 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum.Derrick RoseMynd/APDerrick Rose skoraði 44 stig þegar Chicago Bulls vann 99-82 sigur á Atlanta Hawks í þriðja leiknum í undanúrslitaeinvígi liðanna í Austurdeildinni. Atlanta vann fyrsta leikinn í Chicago en Bulls-liðið hefur svarað því með því að vinna tvo leiki í röð. Rose tók völdin strax í fyrsta leikhlutanum þar sem að hann skoraði 17 stig og Bulls-liðið var með frumkvæðið í leiknum frá upphafi. Chicago var 13 stigum yfir í hálfleik og með 17 stiga forskot fyrir lokaleikhlutann. Taj Gibson var með 13 stig og 11 fráköst hjá Chicago, Kyle Korver skoraði 11 stig og Joakim Noah var með 15 fráköst og 5 varin skot en skoraði reyndar bara 2 stig. Jeff Teague var stigahæstur hjá Atlanta með 21 stig og Josh Smith var með 17 stig, 13 fráköst og 4 varin skot. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar:Mynd/APAusturdeildin Atlanta Hawks-Chicago Bulls 82-99 (Staðan er 1-2) Boston Celtics-Miami Heat mætast í kvöld í Boston (Staðan er 0-2)Vesturdeildin Dallas Mavericks-Los Angeles Lakers 98-92 (Staðan er 3-0) Oklahoma City Thunder-Memphis Grizzlies mætast í kvöld í Memphis (Staðan er 1-1)
NBA Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Komið að kveðjustund? Í beinni: Grindavík - Keflavík | Hart barist í Smáranum Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Lið sem voru á miklu flugi Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Sjá meira