Ríkustu menn Bretlands verða ríkari 9. maí 2011 08:47 Laksmi Mittal heldur sæti sínu á toppnum. MYND/AP Efnahagslægðir og aðrir erfiðleikar virðast ekki koma sérstaklega illa við ríkustu menn Bretlands ef marka má árlegan lista Sunday Times sem kom út í gær. Blaðið tekur saman auð þúsund ríkustu Breta hvers árs og í ár hefur hópurinn aukið velsæld sína um 18 prósent miðað við síðasta ár. Milljarðamæringum í pundum talið hefur einnig fjölgað, þeir eru 73 í ár en voru aðeins 53 á sama tíma í fyrra og vantar aðeins tvo, til að jafna metið sem sett var rétt fyrir hrun. Þá komast 108 konur á listann í ár og er það í fyrsta sinn sem hlutur kvenna fer yfir tíu prósent. Samanlagður auður Bretanna er 395 milljarðar punda og vantar ekki mikið upp á að eldra metið frá árinu 2008 sé slegið en þá var var summan 413 milljarðar. Indverski stálmógúllinn Laksmi Mittal er efstur á listanum eins og síðustu ár. Hann er metinn á 17,5 milljarða punda, eða rúma þrjúþúsund milljarða króna, sem er fimm milljörðum punda minna en í fyrra. Hann er því sá einstaklingur sem mestu hefur tapað á milli ára þó það komi lítið að sök. Úsbekinn Alisher Usmanov, sem meðal annars á stóran hlut í fótboltaliðinu Arsenal er í öðru sæti og Rússinn Roman Abramovich er í þriðja sætinu. Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Efnahagslægðir og aðrir erfiðleikar virðast ekki koma sérstaklega illa við ríkustu menn Bretlands ef marka má árlegan lista Sunday Times sem kom út í gær. Blaðið tekur saman auð þúsund ríkustu Breta hvers árs og í ár hefur hópurinn aukið velsæld sína um 18 prósent miðað við síðasta ár. Milljarðamæringum í pundum talið hefur einnig fjölgað, þeir eru 73 í ár en voru aðeins 53 á sama tíma í fyrra og vantar aðeins tvo, til að jafna metið sem sett var rétt fyrir hrun. Þá komast 108 konur á listann í ár og er það í fyrsta sinn sem hlutur kvenna fer yfir tíu prósent. Samanlagður auður Bretanna er 395 milljarðar punda og vantar ekki mikið upp á að eldra metið frá árinu 2008 sé slegið en þá var var summan 413 milljarðar. Indverski stálmógúllinn Laksmi Mittal er efstur á listanum eins og síðustu ár. Hann er metinn á 17,5 milljarða punda, eða rúma þrjúþúsund milljarða króna, sem er fimm milljörðum punda minna en í fyrra. Hann er því sá einstaklingur sem mestu hefur tapað á milli ára þó það komi lítið að sök. Úsbekinn Alisher Usmanov, sem meðal annars á stóran hlut í fótboltaliðinu Arsenal er í öðru sæti og Rússinn Roman Abramovich er í þriðja sætinu.
Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira