Fótbolti

Messi vantar eitt mark í Meistaradeildarmet Van Nistelrooy

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi fagnar öðru marka sinna í kvöld.
Lionel Messi fagnar öðru marka sinna í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty
Lionel Messi skoraði bæði mörk Barcelona í 2-0 sigri á Real Madrid á Santiago Bernabéu í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni í kvöld. Messi hefur þar með skorað 11 mörk í 11 leikjum í Meistaradeildinni á þessu tímabili.

Messi vantar nú aðeins eitt mark til þess að bæta markamet Hollendingsins Ruud van Nistelrooy sem skoraði 12 mörk fyrir Manchester United tímabilið 2002 til 2003. Messi hefur alls skorað 36 mörk í 55 leikjum sínum í Meistaradeildinni.

Þessi tvö mörk Messi í kvöld þýða líka að hann er búinn að skora 52 mörk í 50 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili en hann var með 47 mörk í 53 leikjum á síðustu leiktíð.





Mörk Messi í Meistaradeildinni í vetur- Riðlakeppnin -

5-1 sigur á Panathinaikos (heima) 2 mörk

1-1 jafntefli á móti Rubin Kazan (úti)  Skoraði ekki

2-0 sigur á FC Kaupmannahöfn (heima) 2 mörk

1-1 jafntefli á móti FC Kaupmannahöfn (úti) 1 mark

3-0 sigur á Panathinaikos (úti) 1 mark

2-0 sigur á Rubin Kazan (heima)  Skoraði ekki

- 16 liða úrslit -

1-2 tap fyrir Arsenal (úti) Skoraði ekki

3-1 sigur á Arsenal (heima) 2 mörk

- 8 liða úrslit -

5-1 sigur á Shakhtar Donetsk (heima)  Skoraði ekki

1-0 sigur á Shakhtar Donetsk (úti) 1 mark

- Undanúrslit -

2-0 sigur á Real Madrdid (úti) 2 mörk




Fleiri fréttir

Sjá meira


×