Fótbolti

Ronaldo: Andstæðingar Barcelona fá alltaf rauð spjöld

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ronaldo.
Ronaldo.
José Mourinho, þjálfari Real Madrid, var ekki einn um að vera ósáttur við dómgæsluna í Meistaradeildarleiknum gegn Barcelona í gær. Ronaldo segist ekkert skilja heldur í dómgæslunni.

"Ég skil ekki af hverju allir andstæðingar Barcelona enda með tíu leikmenn á vellinum. Það gerðist fyrir okkur og einnig Arsenal og Chelsea," sagði Ronaldo.

"Það er ekki afsökun en eðlilega er erfitt að vera 10 gegn 11. Við stýrðum leiknum þegar það var jafnt í liðum en fengum á okkur tvö mörk manni færri. Þetta gerist á hverju ári og ég skil þetta ekki."

Ronaldo bætti svo við að það hafi verið uppálagt að reyna að halda leiknum markalausum framan af. Kaká átti síðan að koma inn og Real ætlaði sér að sækja grimmt undir lokin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×