NBA: Meistaralið Lakers tapaði fimmta leiknum í röð Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 11. apríl 2011 08:00 Þessi tilþrif frá Kobe Bryant í leiknum gegn Oklahoma í gær voru ekki nóg því Lakers tapaði 120-106. AP Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í gær en deildarkeppninni fer senn að ljúka og verða síðustu leikirnir á miðvikudag. Úslitakeppnin er handan við hornið og liðin sem þangað eru komin keppast nú við að sýna andlegan styrk sinn á lokasprettinum. Chicago lagði Orlando á útivelli i gær 102-99, Miami átti ekki í vandræðum með Boston á heimavelli 100-77, og það vekur kannski mesta athygli að Oklahoma rúllaði meistaraliði Lakers upp á útivelli 120-106 – en þetta er fimmti tapleikur Lakers í röð. Eins og staðan er þessa stundina mætast eftirfarandi lið í úrslitakeppninni: Austurdeild: Chicago (1) – Indiana (8) Miami (2) – Philadelphia (7) Boston (3) – New York (6) Orlando (4) – Atlanta (5) Vesturdeild: San Antonio (1) – Memphis (8) LA Lakers (2) – New Orleans (7) Dallas (3) – Portland (6) Oklahoma (4) – Denver (5)LA Lakers – Oklahoma 106-120 Oklahoma reyndist Lakers liðinu erfitt í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð og það er ljóst að meistaraliðið frá Los Angeles er í tölvuerðum vandræðum þessa stundina. Liðið tapaði 120-106 á heimavelli og er þetta fimmti tapleikur liðsins í röð. Það er lengsta taphrina Lakers frá tímabilinu 2006-2007. Liðið hefur unnið 55 leiki í vetur og tapað 25 og næsti leikur er gegn San Antonio á heimavelli en San Antonio er í efsta sæti Vesturdeildar. Lakers og Dallas eru nú jöfn í í 2.-3. sæti og Oklahoma er ekki langt undan í fjórða sæti með 54 sigurleiki og 26 tapleiki. Það getur því margt breyst í síðustu tveimur umferðunum en Lakers er reyndar með betri árangur í innbyrðisviðureignum gegn þessum liðum í vetur. Þetta er fjórði sigurleikur Oklahoma í röð og Kevin Durant skoraði 31 stig fyrir liðið en hann er stigahæsti leikmaður deildarinnar. Russell Westbrook skoraði 26 fyrir Oklahoma sem hafði ekki unnið í Staples Center í síðustu átta leikjum. Lakers var yfir 104-103 þegar aðeins 3 mínútur voru eftir af leiknum. Kobe Bryant skoraði alls 31 stig fyrir Lakers og Pau Gasol skoraði 26. Andrew Bynum skoraði 12 og tók 13 fráköst.Orlando – Chicago 99-102 Derrick Rose fór að venju á kostum í liði Chicago en hann skoraði alls 39 stig og kom í veg fyrir að Jameer Nelson gæti skotið auðveldlega á körfuna úr síðasta skot leiksins. Þetta var 60. sigurleikur Chicago í vetur en Orlando lék án miðherjans Dwight Howard sem tók út leikbann eftir að hafa fengið 18 tæknivillur í vetur. Chicago hefur unnið 49 af síðustu 60 leikjum sínum og þetta er aðeins í sjötta sinn sem félagið nær þeim áfanga að vinna 60 leiki á einni leiktíð. Í fimm skipti sem Bulls hefur náð 60 sigurleikjum hefur félagið fagnað NBA meistaratitlinum. Chicago er í hörkubráttu gegn San Antonio Spurs um besta árangur allra liða í deildinni og þar með heimaleikjarétt í gegnum alla úrslitakeppnina. Heitt í kolunum í Miami enda úrslitakeppnin að nálgastÞað gekk mikið á í viðureign Miami og Boston.APMiami – Boston 100 -77 LeBron James skoraði 27 stig fyrir heimamenn í Miami og þeir Dwyane Wade og Chris Bosh skoruðu 13 stig hvor í frekar stórum sigri Miami gegn Boston Celtics. Þetta er í fyrsta sinn sem Miami nær að leggja Bostin í vetur en liðin hafa mæst alls fjórum sinnum. Miami náði öðru sætinu í Austurdeildinni en Boston er í því þriðja. Paul Pierce var stigahæstur í liði Boston með 24 og Kevin Garnett skorðaði.Charlotte – Detroit 101-112 Rodney Stuckey skoraði 24 stig fyrir Detroit og gaf að auki 11 stoðsendingar. Þetta var þriðji sigur liðsins í röð en svo gæti farið að liðið skipti um eigendur á allra næstu dögum en félagið hefur verið í lausu lofti hvað það varðar í allan vetur. Charlotte, sem er í eigu Michael Jordan, tapaði sjötta leiknum í röð og liðið kemst ekki í úrslitakeppnina en þeim árangri náði liðið í fyrsta sinn í fyrra. Gerald Henderson var stigahæstur með 21 stig í liði Charlotte.Indiana – New York 109-110 Carmelo Anthony skoraði sigurkörfuna fyrir New York 4,9 sek. fyrir leikslok og hann varði síðan skottilraun frá Danny Granger þegar hann reyndi að tryggja heimamönnum sigur á síðustu sekúndunni. New York skoraði sjö síðustu stig leiksins eftir aðhafa verið undir 109-103, en Indiana hitti ekki úr sex síðustu skotum sínum í leiknum. Anthony skoraði alls 34 stig fyrir New York sem er þessa stundina í sjötta sæti Austurdeildar en Philadelphia er í sætinu þar fyrir neðan með einum sigurleik færra.Dallas – Phoenix 115-90 Dirk Nowitzki skoraði 19 stig fyrir Dallas og Shawn Marion bætti við 18 og tók að auki 11 fráköst. Dallas vann alla fjóra leikina hjá þessum liðum í vetur en það hefur ekki gerst frá tímabilinu 1986-1987. Golden State – Sacramento Kings 103-104 Toronto – New Jersey 99-92 Memphis – New Orleans 111-89 NBA Mest lesið Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Sjá meira
Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í gær en deildarkeppninni fer senn að ljúka og verða síðustu leikirnir á miðvikudag. Úslitakeppnin er handan við hornið og liðin sem þangað eru komin keppast nú við að sýna andlegan styrk sinn á lokasprettinum. Chicago lagði Orlando á útivelli i gær 102-99, Miami átti ekki í vandræðum með Boston á heimavelli 100-77, og það vekur kannski mesta athygli að Oklahoma rúllaði meistaraliði Lakers upp á útivelli 120-106 – en þetta er fimmti tapleikur Lakers í röð. Eins og staðan er þessa stundina mætast eftirfarandi lið í úrslitakeppninni: Austurdeild: Chicago (1) – Indiana (8) Miami (2) – Philadelphia (7) Boston (3) – New York (6) Orlando (4) – Atlanta (5) Vesturdeild: San Antonio (1) – Memphis (8) LA Lakers (2) – New Orleans (7) Dallas (3) – Portland (6) Oklahoma (4) – Denver (5)LA Lakers – Oklahoma 106-120 Oklahoma reyndist Lakers liðinu erfitt í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð og það er ljóst að meistaraliðið frá Los Angeles er í tölvuerðum vandræðum þessa stundina. Liðið tapaði 120-106 á heimavelli og er þetta fimmti tapleikur liðsins í röð. Það er lengsta taphrina Lakers frá tímabilinu 2006-2007. Liðið hefur unnið 55 leiki í vetur og tapað 25 og næsti leikur er gegn San Antonio á heimavelli en San Antonio er í efsta sæti Vesturdeildar. Lakers og Dallas eru nú jöfn í í 2.-3. sæti og Oklahoma er ekki langt undan í fjórða sæti með 54 sigurleiki og 26 tapleiki. Það getur því margt breyst í síðustu tveimur umferðunum en Lakers er reyndar með betri árangur í innbyrðisviðureignum gegn þessum liðum í vetur. Þetta er fjórði sigurleikur Oklahoma í röð og Kevin Durant skoraði 31 stig fyrir liðið en hann er stigahæsti leikmaður deildarinnar. Russell Westbrook skoraði 26 fyrir Oklahoma sem hafði ekki unnið í Staples Center í síðustu átta leikjum. Lakers var yfir 104-103 þegar aðeins 3 mínútur voru eftir af leiknum. Kobe Bryant skoraði alls 31 stig fyrir Lakers og Pau Gasol skoraði 26. Andrew Bynum skoraði 12 og tók 13 fráköst.Orlando – Chicago 99-102 Derrick Rose fór að venju á kostum í liði Chicago en hann skoraði alls 39 stig og kom í veg fyrir að Jameer Nelson gæti skotið auðveldlega á körfuna úr síðasta skot leiksins. Þetta var 60. sigurleikur Chicago í vetur en Orlando lék án miðherjans Dwight Howard sem tók út leikbann eftir að hafa fengið 18 tæknivillur í vetur. Chicago hefur unnið 49 af síðustu 60 leikjum sínum og þetta er aðeins í sjötta sinn sem félagið nær þeim áfanga að vinna 60 leiki á einni leiktíð. Í fimm skipti sem Bulls hefur náð 60 sigurleikjum hefur félagið fagnað NBA meistaratitlinum. Chicago er í hörkubráttu gegn San Antonio Spurs um besta árangur allra liða í deildinni og þar með heimaleikjarétt í gegnum alla úrslitakeppnina. Heitt í kolunum í Miami enda úrslitakeppnin að nálgastÞað gekk mikið á í viðureign Miami og Boston.APMiami – Boston 100 -77 LeBron James skoraði 27 stig fyrir heimamenn í Miami og þeir Dwyane Wade og Chris Bosh skoruðu 13 stig hvor í frekar stórum sigri Miami gegn Boston Celtics. Þetta er í fyrsta sinn sem Miami nær að leggja Bostin í vetur en liðin hafa mæst alls fjórum sinnum. Miami náði öðru sætinu í Austurdeildinni en Boston er í því þriðja. Paul Pierce var stigahæstur í liði Boston með 24 og Kevin Garnett skorðaði.Charlotte – Detroit 101-112 Rodney Stuckey skoraði 24 stig fyrir Detroit og gaf að auki 11 stoðsendingar. Þetta var þriðji sigur liðsins í röð en svo gæti farið að liðið skipti um eigendur á allra næstu dögum en félagið hefur verið í lausu lofti hvað það varðar í allan vetur. Charlotte, sem er í eigu Michael Jordan, tapaði sjötta leiknum í röð og liðið kemst ekki í úrslitakeppnina en þeim árangri náði liðið í fyrsta sinn í fyrra. Gerald Henderson var stigahæstur með 21 stig í liði Charlotte.Indiana – New York 109-110 Carmelo Anthony skoraði sigurkörfuna fyrir New York 4,9 sek. fyrir leikslok og hann varði síðan skottilraun frá Danny Granger þegar hann reyndi að tryggja heimamönnum sigur á síðustu sekúndunni. New York skoraði sjö síðustu stig leiksins eftir aðhafa verið undir 109-103, en Indiana hitti ekki úr sex síðustu skotum sínum í leiknum. Anthony skoraði alls 34 stig fyrir New York sem er þessa stundina í sjötta sæti Austurdeildar en Philadelphia er í sætinu þar fyrir neðan með einum sigurleik færra.Dallas – Phoenix 115-90 Dirk Nowitzki skoraði 19 stig fyrir Dallas og Shawn Marion bætti við 18 og tók að auki 11 fráköst. Dallas vann alla fjóra leikina hjá þessum liðum í vetur en það hefur ekki gerst frá tímabilinu 1986-1987. Golden State – Sacramento Kings 103-104 Toronto – New Jersey 99-92 Memphis – New Orleans 111-89
NBA Mest lesið Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Sjá meira