Meistaradeildarmartröð Chelsea heldur áfram - United áfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. apríl 2011 16:19 Nordic Photos / Getty Images Manchester United er komið áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-1 sigur á Chelsea á heimavelli og 3-1 samanlagt. Javier Hernandez og Ji-Sung Park skoruðu mörk United í kvöld en Didier Drogba fyrir Chelsea. Ryan Giggs átti stóran þátt í sigrinum en hann lagði upp bæði mörk sinna manna í kvöld og öll þrjú mörk United í rimmunni. United hafði 1-0 forystu eftir fyrri leik liðanna í Lundúnum og komst yfir á 43. mínútu í kvöld með marki Javier Hernandez en hann skoraði af stuttu færi eftir sendingu Ryan Giggs fyrir markið. Fyrri hálfleikurinn hafði verið mjög fjörlegur og Chelsea var sterkari aðilinn fyrsta hálftímann. Nicolas Anelka ógnaði marki United í tvígang og sóknarþungi þeirra bláklæddu var á köflum afar þungur. Þennan góða meðbyr tókst liðinu ekki að nýta sér og það átti eftir að reynast dýrkeypt. En þá fóru heimamenn að bíta aftur frá sér og Hernandez náði reyndar að koma boltanum í markið nokkrum mínútum áður en hann skoraði. Þá skallaði hann fyrirgjöf Wayne Rooney í markið en var dæmdur rangstæður. Chelsea reyndi að koma sér aftur inn í leikinn í síðari hálfleik en það gekk illa. Allar vonir virtust úti þegar að Brasilíumaðurinn Ramirez fékk sína aðra áminningu í leiknum um miðbik hálfleiksins. En þrátt fyrir það náði Didier Drogba, sem kom inn á sem varamaður í hálfleik fyrir hinn seinheppna Fernando Torres, að skora af miklu harðfylgi eftir sendingu Michael Essien inn fyrir vörn United. United tók miðju og brunaði í sókn. Enn barst boltinn á Giggs sem gaf frábæra sendingu á Ji-Sung Park sem var vel staðsettur vinstra megin í vítateignum. Hann skoraði og batt þar með enda á allar vonir Chelsea um að vinna Evrópumeistaratitilinn sem Roman Abramovich, eigandi Chelsea, hefur reynt að klófesta í mörg ár. Það vakti athygli fyrir leik að Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, ákvað að byrja með þá Torres og Nicolas Anelka í fremstu víglínu á kostnað Drogba. Torres hefur enn ekki skorað síðan hann var keyptur frá Liverpool í janúar á 50 milljónir punda og ekki breyttist það í kvöld. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Fleiri fréttir Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Sjá meira
Manchester United er komið áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-1 sigur á Chelsea á heimavelli og 3-1 samanlagt. Javier Hernandez og Ji-Sung Park skoruðu mörk United í kvöld en Didier Drogba fyrir Chelsea. Ryan Giggs átti stóran þátt í sigrinum en hann lagði upp bæði mörk sinna manna í kvöld og öll þrjú mörk United í rimmunni. United hafði 1-0 forystu eftir fyrri leik liðanna í Lundúnum og komst yfir á 43. mínútu í kvöld með marki Javier Hernandez en hann skoraði af stuttu færi eftir sendingu Ryan Giggs fyrir markið. Fyrri hálfleikurinn hafði verið mjög fjörlegur og Chelsea var sterkari aðilinn fyrsta hálftímann. Nicolas Anelka ógnaði marki United í tvígang og sóknarþungi þeirra bláklæddu var á köflum afar þungur. Þennan góða meðbyr tókst liðinu ekki að nýta sér og það átti eftir að reynast dýrkeypt. En þá fóru heimamenn að bíta aftur frá sér og Hernandez náði reyndar að koma boltanum í markið nokkrum mínútum áður en hann skoraði. Þá skallaði hann fyrirgjöf Wayne Rooney í markið en var dæmdur rangstæður. Chelsea reyndi að koma sér aftur inn í leikinn í síðari hálfleik en það gekk illa. Allar vonir virtust úti þegar að Brasilíumaðurinn Ramirez fékk sína aðra áminningu í leiknum um miðbik hálfleiksins. En þrátt fyrir það náði Didier Drogba, sem kom inn á sem varamaður í hálfleik fyrir hinn seinheppna Fernando Torres, að skora af miklu harðfylgi eftir sendingu Michael Essien inn fyrir vörn United. United tók miðju og brunaði í sókn. Enn barst boltinn á Giggs sem gaf frábæra sendingu á Ji-Sung Park sem var vel staðsettur vinstra megin í vítateignum. Hann skoraði og batt þar með enda á allar vonir Chelsea um að vinna Evrópumeistaratitilinn sem Roman Abramovich, eigandi Chelsea, hefur reynt að klófesta í mörg ár. Það vakti athygli fyrir leik að Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, ákvað að byrja með þá Torres og Nicolas Anelka í fremstu víglínu á kostnað Drogba. Torres hefur enn ekki skorað síðan hann var keyptur frá Liverpool í janúar á 50 milljónir punda og ekki breyttist það í kvöld.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Fleiri fréttir Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Sjá meira