Meistaradeildarmartröð Chelsea heldur áfram - United áfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. apríl 2011 16:19 Nordic Photos / Getty Images Manchester United er komið áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-1 sigur á Chelsea á heimavelli og 3-1 samanlagt. Javier Hernandez og Ji-Sung Park skoruðu mörk United í kvöld en Didier Drogba fyrir Chelsea. Ryan Giggs átti stóran þátt í sigrinum en hann lagði upp bæði mörk sinna manna í kvöld og öll þrjú mörk United í rimmunni. United hafði 1-0 forystu eftir fyrri leik liðanna í Lundúnum og komst yfir á 43. mínútu í kvöld með marki Javier Hernandez en hann skoraði af stuttu færi eftir sendingu Ryan Giggs fyrir markið. Fyrri hálfleikurinn hafði verið mjög fjörlegur og Chelsea var sterkari aðilinn fyrsta hálftímann. Nicolas Anelka ógnaði marki United í tvígang og sóknarþungi þeirra bláklæddu var á köflum afar þungur. Þennan góða meðbyr tókst liðinu ekki að nýta sér og það átti eftir að reynast dýrkeypt. En þá fóru heimamenn að bíta aftur frá sér og Hernandez náði reyndar að koma boltanum í markið nokkrum mínútum áður en hann skoraði. Þá skallaði hann fyrirgjöf Wayne Rooney í markið en var dæmdur rangstæður. Chelsea reyndi að koma sér aftur inn í leikinn í síðari hálfleik en það gekk illa. Allar vonir virtust úti þegar að Brasilíumaðurinn Ramirez fékk sína aðra áminningu í leiknum um miðbik hálfleiksins. En þrátt fyrir það náði Didier Drogba, sem kom inn á sem varamaður í hálfleik fyrir hinn seinheppna Fernando Torres, að skora af miklu harðfylgi eftir sendingu Michael Essien inn fyrir vörn United. United tók miðju og brunaði í sókn. Enn barst boltinn á Giggs sem gaf frábæra sendingu á Ji-Sung Park sem var vel staðsettur vinstra megin í vítateignum. Hann skoraði og batt þar með enda á allar vonir Chelsea um að vinna Evrópumeistaratitilinn sem Roman Abramovich, eigandi Chelsea, hefur reynt að klófesta í mörg ár. Það vakti athygli fyrir leik að Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, ákvað að byrja með þá Torres og Nicolas Anelka í fremstu víglínu á kostnað Drogba. Torres hefur enn ekki skorað síðan hann var keyptur frá Liverpool í janúar á 50 milljónir punda og ekki breyttist það í kvöld. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Fleiri fréttir EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Sjá meira
Manchester United er komið áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-1 sigur á Chelsea á heimavelli og 3-1 samanlagt. Javier Hernandez og Ji-Sung Park skoruðu mörk United í kvöld en Didier Drogba fyrir Chelsea. Ryan Giggs átti stóran þátt í sigrinum en hann lagði upp bæði mörk sinna manna í kvöld og öll þrjú mörk United í rimmunni. United hafði 1-0 forystu eftir fyrri leik liðanna í Lundúnum og komst yfir á 43. mínútu í kvöld með marki Javier Hernandez en hann skoraði af stuttu færi eftir sendingu Ryan Giggs fyrir markið. Fyrri hálfleikurinn hafði verið mjög fjörlegur og Chelsea var sterkari aðilinn fyrsta hálftímann. Nicolas Anelka ógnaði marki United í tvígang og sóknarþungi þeirra bláklæddu var á köflum afar þungur. Þennan góða meðbyr tókst liðinu ekki að nýta sér og það átti eftir að reynast dýrkeypt. En þá fóru heimamenn að bíta aftur frá sér og Hernandez náði reyndar að koma boltanum í markið nokkrum mínútum áður en hann skoraði. Þá skallaði hann fyrirgjöf Wayne Rooney í markið en var dæmdur rangstæður. Chelsea reyndi að koma sér aftur inn í leikinn í síðari hálfleik en það gekk illa. Allar vonir virtust úti þegar að Brasilíumaðurinn Ramirez fékk sína aðra áminningu í leiknum um miðbik hálfleiksins. En þrátt fyrir það náði Didier Drogba, sem kom inn á sem varamaður í hálfleik fyrir hinn seinheppna Fernando Torres, að skora af miklu harðfylgi eftir sendingu Michael Essien inn fyrir vörn United. United tók miðju og brunaði í sókn. Enn barst boltinn á Giggs sem gaf frábæra sendingu á Ji-Sung Park sem var vel staðsettur vinstra megin í vítateignum. Hann skoraði og batt þar með enda á allar vonir Chelsea um að vinna Evrópumeistaratitilinn sem Roman Abramovich, eigandi Chelsea, hefur reynt að klófesta í mörg ár. Það vakti athygli fyrir leik að Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, ákvað að byrja með þá Torres og Nicolas Anelka í fremstu víglínu á kostnað Drogba. Torres hefur enn ekki skorað síðan hann var keyptur frá Liverpool í janúar á 50 milljónir punda og ekki breyttist það í kvöld.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Fleiri fréttir EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Sjá meira