Viðskipti erlent

Stórbankar slást um ofurríka viðskiptavini

Bandaríski stórbankinn JP Morgan Chase hefur lýst yfir stríði á hendur Wells Fargo og ætlar að reyna að lokka til sín ofurríka viðskiptavini frá Wells Fargo. Helst vopn JP Morgan í þeirri baráttu verður krítarkort með örgjörva.

Fjallað er um málið á börsen.dk en hirslur JP Morgan eru bólgnar af fé þar sem bankinn skilaði um 600 milljarða kr. hagnaði á þessum ársfjórðungi. Hagnaði sem var rúmlega 100 milljörðum kr. yfir væntingum sérfræðinga.

David Porter forstjóri kortaþjónustu JP Morgan segir að það sé á hreinu að bankinn muni slá Wells Fargo út með nýja kortinu sínu. Sem fyrr segir er um kort með örgjörva að ræða í stað segulrandar og byggir þetta á svokallaðri EMV tækni. EMV örgjörvinn eykur verulega öryggi kortsins.

Porter segir að JP Morgan ætli ekki bara að hjóla í Wells Fargo með þessum kortum heldur er stríð við American Express, og önnu kortafyrirtæki, einnig í uppsiglingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×