Hagfræðingur: ESB óttast fjárhagsleg ragnarök 15. apríl 2011 14:30 Jacob Graven aðalhagfræðingur Sydbank segir að óttinn um fjárhagsleg ragnarök komi í veg fyrir að Grikklandi sé leyft að lýsa yfir þjóðargjaldþroti. Grikkland sé gjaldþrota og engin leið sé til að taka á því vandamáli nema afskrifa skuldir landsins. Graven segir að eina ástæðan fyrir því að þetta ferli sé ekki hafið nú þegar, og að stjórnmálamenn og yfirvöld í ESB neiti áfram að það muni gerast, sé óttinn við fjármálahrun í framhaldinu. Hrun sem leiðir til fleiri þjóðargjaldþrota og gífurlegs taps hjá bönkum á evrusvæðinu. Fyrstu afleiðingarnar af þjóðargjaldþroti Grikklands yrði að þýskir og franskir bankar yrðu að afskrifa um 50 milljarða dollara af lánum sínum til félaga og fyrirtækja í landinu. Þetta er sú upphæð sem þessir bankar áttu útistandandi í einkageiranum í Grikklandi á þriðja ársfjórðungi síðasta árs samkvæmt BIS bankanum. Síðan er spurningin um hve mikið af útlánum til gríska ríkisins þessir bankar þyrftu að afskrifa. Franskir bankar eru með 92 milljarða dollara útistandandi í heild í Grikklandi og þýskir bankar eru með 69 milljarða dollara á heildina litið. Ef Grikklandi fer á hausinn hefjast dómínóáhrif þar sem Portúgal yrði næst til að falla. Spænskir bankar eru með nær 109 milljarða dollara „úti að synda“ í portúgalska hagkerfinu. Því myndu margir þeirra falla í framhaldinu. Ef slíkt gerist væru frönsku og þýsku bankarnir fyrst í verulegum vandræðum því þeir hafa lánað gífurlegar upphæðir til Spánar, í báðum tilvikum vel yfir 200 milljarða dollara. Graven segir að hugsanlega muni ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setja saman annan björgunarpakka fyrir Grikkland þegar núverandi neyðaraðstoð lýkur árið 2013. Slíkt væri þó eingöngu bráðabirgðalausn sem myndi framlengja kvölina eitthvað inn í framtíðina. Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Jacob Graven aðalhagfræðingur Sydbank segir að óttinn um fjárhagsleg ragnarök komi í veg fyrir að Grikklandi sé leyft að lýsa yfir þjóðargjaldþroti. Grikkland sé gjaldþrota og engin leið sé til að taka á því vandamáli nema afskrifa skuldir landsins. Graven segir að eina ástæðan fyrir því að þetta ferli sé ekki hafið nú þegar, og að stjórnmálamenn og yfirvöld í ESB neiti áfram að það muni gerast, sé óttinn við fjármálahrun í framhaldinu. Hrun sem leiðir til fleiri þjóðargjaldþrota og gífurlegs taps hjá bönkum á evrusvæðinu. Fyrstu afleiðingarnar af þjóðargjaldþroti Grikklands yrði að þýskir og franskir bankar yrðu að afskrifa um 50 milljarða dollara af lánum sínum til félaga og fyrirtækja í landinu. Þetta er sú upphæð sem þessir bankar áttu útistandandi í einkageiranum í Grikklandi á þriðja ársfjórðungi síðasta árs samkvæmt BIS bankanum. Síðan er spurningin um hve mikið af útlánum til gríska ríkisins þessir bankar þyrftu að afskrifa. Franskir bankar eru með 92 milljarða dollara útistandandi í heild í Grikklandi og þýskir bankar eru með 69 milljarða dollara á heildina litið. Ef Grikklandi fer á hausinn hefjast dómínóáhrif þar sem Portúgal yrði næst til að falla. Spænskir bankar eru með nær 109 milljarða dollara „úti að synda“ í portúgalska hagkerfinu. Því myndu margir þeirra falla í framhaldinu. Ef slíkt gerist væru frönsku og þýsku bankarnir fyrst í verulegum vandræðum því þeir hafa lánað gífurlegar upphæðir til Spánar, í báðum tilvikum vel yfir 200 milljarða dollara. Graven segir að hugsanlega muni ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setja saman annan björgunarpakka fyrir Grikkland þegar núverandi neyðaraðstoð lýkur árið 2013. Slíkt væri þó eingöngu bráðabirgðalausn sem myndi framlengja kvölina eitthvað inn í framtíðina.
Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira