Umfjöllun: Fram í úrslitin eftir sigur á Stjörnunni Hlynur Valsson skrifar 2. apríl 2011 15:32 Karen Knútsdóttir var hetja Framara í dag. Fram er komið í úrslit N1-deildar kvenna í handknattleik eftir sigur á Stjörnunni, 21-22, í Mýrinni í Garðabæ í dag. Stjarnan var tveimur mörkum yfir þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum en Framarar jöfnuðu leikinn og náði Karen Knútsdóttir að tryggja Fram sigur með marki af vítalínunni undir lok leiksins. Markahæst hjá heimamönnum var Jóna Margrét Ragnarsdóttir með 6 mörk og hjá gestunum var Stella Sigurðardóttir atkvæðamest einnig með 6 mörk. Sólveig Björk Ásmundar dóttir varði 11 skot fyrir Stjörnuna og Íris Björk Símonardóttir 17 skot fyrir Fram. Það ríkti mikil spenna fyrir leikinn í dag enda mikið í húfi fyrir bæði lið. Fram gat með sigri tryggt sér sæti í úrslitunum en Stjarnan berjast að lífi sínu í úrslitakeppninni. Leikurinn fór rólega af stað og einkenndist helst af mistökum í sóknarleik beggja liða en lítið var skorað á fyrstu mínútum leiksins. Staðan eftir átta mínútna leik var 3-1 fyrir gestina í Fram. Bæði lið voru greinlega staðráðin í að bæta varnarleikinn eftir fyrri viðureign liðanna á fimmtudaginn var en þá var hann í algjöru lágmarki. Í dag var allt annað uppá teningnum enda varnarleikur beggja liða frábær. Framarar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og voru með yfirhöndina lengi vel. Þegar sex mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum tók Stjarnan við sér og skoraði fjögur mörk í röð og jafnaði leikinn 9-9. Spennan hélst allt til loka fyrri hálfleiks og staðan í leikhléi 11-11. Framarar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og skoruðu fjögur fyrstu mörk hans og komust yfir, 15-11. Stjarnan var lengi að brjóta ísinn en tókst að skora þegar rúmar sex mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Spennan var gríðarlega mikil í Mýrinni á loka mínútum leiksins og mikið jafnræði var með liðunum en Fram alltaf skrefinu á undan. Þegar sex mínútur voru eftir komst Stjarnan í fyrsta skipti yfir í leiknum 20-19 og allt ætlaði um koll að keyra. Markvörður gestanna Íris Björk Símonardóttir varði vel á mikilvægum augnablikum. Þegar ein mínúta var eftir var staðan orðin 21-21. Í næstu sókn fengu gestirnir víti og Karen Knútsdóttir kom Fram yfir, 22-21. Stjarnan náði ekki að nýta sér sína síðustu sókn og fékk dæmdan á sig ruðning og leiktíminn rann út. Frábær sigur Framara sem unnu einvígið 2-0 og tryggðu sér þar með sæti í úrslitum N1-deildar kvenna.Stjarnan - Fram 21-22 (11-11)Mörk Stjörnunnar: Jóna Margrét Ragnarsdóttir 6, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 4, Sólveig Lára Kjærnested 3, Gunnur Sveinsdóttir 3, Elísabet Gunnarsdóttir 2, Kristín Jóhanna Clausen 1, Þórhildur Ragnarsdóttir 1, Hildur Harðardóttir 1.Varin skot: Sólveig Björk Ásmunardóttir 11.Utan vallar: 10 mínútur.Mörk Fram: Stella Sigurðardóttir 6, Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 5, Karen Knútsdóttir 4, Ásta Birna Gunnarsdóttir 2, Hildur Þorgeirsdóttir 2, Pavla Nevarilova 1, María Karlsdóttir 1, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1.Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 17.Utan vallar: 6 mínútur.Dómarar: Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson. Olís-deild kvenna Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Sjá meira
Fram er komið í úrslit N1-deildar kvenna í handknattleik eftir sigur á Stjörnunni, 21-22, í Mýrinni í Garðabæ í dag. Stjarnan var tveimur mörkum yfir þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum en Framarar jöfnuðu leikinn og náði Karen Knútsdóttir að tryggja Fram sigur með marki af vítalínunni undir lok leiksins. Markahæst hjá heimamönnum var Jóna Margrét Ragnarsdóttir með 6 mörk og hjá gestunum var Stella Sigurðardóttir atkvæðamest einnig með 6 mörk. Sólveig Björk Ásmundar dóttir varði 11 skot fyrir Stjörnuna og Íris Björk Símonardóttir 17 skot fyrir Fram. Það ríkti mikil spenna fyrir leikinn í dag enda mikið í húfi fyrir bæði lið. Fram gat með sigri tryggt sér sæti í úrslitunum en Stjarnan berjast að lífi sínu í úrslitakeppninni. Leikurinn fór rólega af stað og einkenndist helst af mistökum í sóknarleik beggja liða en lítið var skorað á fyrstu mínútum leiksins. Staðan eftir átta mínútna leik var 3-1 fyrir gestina í Fram. Bæði lið voru greinlega staðráðin í að bæta varnarleikinn eftir fyrri viðureign liðanna á fimmtudaginn var en þá var hann í algjöru lágmarki. Í dag var allt annað uppá teningnum enda varnarleikur beggja liða frábær. Framarar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og voru með yfirhöndina lengi vel. Þegar sex mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum tók Stjarnan við sér og skoraði fjögur mörk í röð og jafnaði leikinn 9-9. Spennan hélst allt til loka fyrri hálfleiks og staðan í leikhléi 11-11. Framarar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og skoruðu fjögur fyrstu mörk hans og komust yfir, 15-11. Stjarnan var lengi að brjóta ísinn en tókst að skora þegar rúmar sex mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Spennan var gríðarlega mikil í Mýrinni á loka mínútum leiksins og mikið jafnræði var með liðunum en Fram alltaf skrefinu á undan. Þegar sex mínútur voru eftir komst Stjarnan í fyrsta skipti yfir í leiknum 20-19 og allt ætlaði um koll að keyra. Markvörður gestanna Íris Björk Símonardóttir varði vel á mikilvægum augnablikum. Þegar ein mínúta var eftir var staðan orðin 21-21. Í næstu sókn fengu gestirnir víti og Karen Knútsdóttir kom Fram yfir, 22-21. Stjarnan náði ekki að nýta sér sína síðustu sókn og fékk dæmdan á sig ruðning og leiktíminn rann út. Frábær sigur Framara sem unnu einvígið 2-0 og tryggðu sér þar með sæti í úrslitum N1-deildar kvenna.Stjarnan - Fram 21-22 (11-11)Mörk Stjörnunnar: Jóna Margrét Ragnarsdóttir 6, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 4, Sólveig Lára Kjærnested 3, Gunnur Sveinsdóttir 3, Elísabet Gunnarsdóttir 2, Kristín Jóhanna Clausen 1, Þórhildur Ragnarsdóttir 1, Hildur Harðardóttir 1.Varin skot: Sólveig Björk Ásmunardóttir 11.Utan vallar: 10 mínútur.Mörk Fram: Stella Sigurðardóttir 6, Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 5, Karen Knútsdóttir 4, Ásta Birna Gunnarsdóttir 2, Hildur Þorgeirsdóttir 2, Pavla Nevarilova 1, María Karlsdóttir 1, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1.Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 17.Utan vallar: 6 mínútur.Dómarar: Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson.
Olís-deild kvenna Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Sjá meira