Rekstur N1 hefur verið yfirtekinn af lánadrottnum 5. apríl 2011 09:11 Lánadrottnar N1 hafa yfirtekið rekstur félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu sem stjórn N1 hefur sent til Kauphallarinnar. Í tilkynningunni segir að frá því á miðju síðasta ári hafa stjórn og stjórnendur N1 hf., BNT hf. og Umtaks fasteignafélags hf. unnið með lánardrottnum að fjárhagslegri endurskipulagningu félaganna. Nú liggja fyrir drög að samkomulagi milli Arion banka hf., Íslandsbanka hf., meirihluta eigenda skuldabréfa í skuldabréfaflokki ESSO 0511 og N1 hf. Samkomulagið kveður meðal annars á um að rekstur N1 hf. er yfirtekinn af lánardrottnum sem liður í uppgjöri á skuldum Umtaks fasteignafélags ehf. og BNT hf., eignarhaldsfélags. Samkvæmt samkomulagsdrögunum munu lánardrottnar jafnframt breyta umtalsverðum hluta af lánum í hlutafé og styrkja þannig efnahag N1 hf. enn frekar. Við yfirtöku rekstrar N1 hf. er ljóst að eiginfjárstaða BNT hf. og Umtaks fasteignafélags ehf. er neikvæð. Örlög þeirra félaga eru því óráðin. Aðkomu fráfarandi eigenda að N1 má rekja til þess þegar hópur fjárfesta undir forystu Bílanausts hf. keypti Olíufélagið ehf. í febrúar 2006. Við kaupin var stofnað eignarhaldsfélagið BNT hf. sem hélt utan um eignarhlutina í Bílanausti hf. og Olíufélaginu ehf. Hluthafar BNT hf. voru á þriðja tug talsins og lögðu þeir 10,2 milljarða króna til félagsins í formi hlutafjár. Fasteignir Bílanausts hf. og Olíufélagsins ehf. voru samhliða þessu færðar yfir í sérstakt fasteignafélag ‐ Umtak fasteignafélag ehf. Í apríl 2007 voru Bílanaust hf. og Olíufélagið ehf. sameinuð í eitt félag – N1 hf. Við þá sameiningu varð til nýtt og kraftmikið verslunar‐ og þjónustufyrirtæki með yfir 600 starfsmenn og 115 þjónustustaði um allt land. Fall fjármálakerfisins og hrun íslensku krónunnar hafði mikil áhrif á skuldastöðu N1 hf., BNT hf. og Umtaks fasteignafélags ehf. Þrátt fyrir góða rekstrarafkomu N1 hf. var ljóst að skuldir BNT hf. og Umtaks fasteignafélags ehf. væru óviðráðanlegar að óbreyttu og því óhjákvæmilegt að endurskipuleggja fjárhag félaganna. Við endurskipulagningarferlið hefur stjórn og stjórnendur N1 hf. lagt ríka áherslu á að halda farsælum rekstri N1 áfram hnökralausum og standa þannig vörð um hag starfsfólks, viðskiptavina og birgja. Með framangreindum drögum að samkomulagi er ljóst að rekstri og þjónustu N1 hf. hefur verið komið í örugga höfn. Nú er unnið að áreiðanleikakönnun á N1 hf. sem undanfara formlegs samkomulags. Reiknað er með að vinnu við fjárhagslega endurskipulagningu ljúki að fullu í sumar. Stjórn félagsins mun að ósk lánardrottna sitja áfram þar til þeirri vinnu er lokið. Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Lánadrottnar N1 hafa yfirtekið rekstur félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu sem stjórn N1 hefur sent til Kauphallarinnar. Í tilkynningunni segir að frá því á miðju síðasta ári hafa stjórn og stjórnendur N1 hf., BNT hf. og Umtaks fasteignafélags hf. unnið með lánardrottnum að fjárhagslegri endurskipulagningu félaganna. Nú liggja fyrir drög að samkomulagi milli Arion banka hf., Íslandsbanka hf., meirihluta eigenda skuldabréfa í skuldabréfaflokki ESSO 0511 og N1 hf. Samkomulagið kveður meðal annars á um að rekstur N1 hf. er yfirtekinn af lánardrottnum sem liður í uppgjöri á skuldum Umtaks fasteignafélags ehf. og BNT hf., eignarhaldsfélags. Samkvæmt samkomulagsdrögunum munu lánardrottnar jafnframt breyta umtalsverðum hluta af lánum í hlutafé og styrkja þannig efnahag N1 hf. enn frekar. Við yfirtöku rekstrar N1 hf. er ljóst að eiginfjárstaða BNT hf. og Umtaks fasteignafélags ehf. er neikvæð. Örlög þeirra félaga eru því óráðin. Aðkomu fráfarandi eigenda að N1 má rekja til þess þegar hópur fjárfesta undir forystu Bílanausts hf. keypti Olíufélagið ehf. í febrúar 2006. Við kaupin var stofnað eignarhaldsfélagið BNT hf. sem hélt utan um eignarhlutina í Bílanausti hf. og Olíufélaginu ehf. Hluthafar BNT hf. voru á þriðja tug talsins og lögðu þeir 10,2 milljarða króna til félagsins í formi hlutafjár. Fasteignir Bílanausts hf. og Olíufélagsins ehf. voru samhliða þessu færðar yfir í sérstakt fasteignafélag ‐ Umtak fasteignafélag ehf. Í apríl 2007 voru Bílanaust hf. og Olíufélagið ehf. sameinuð í eitt félag – N1 hf. Við þá sameiningu varð til nýtt og kraftmikið verslunar‐ og þjónustufyrirtæki með yfir 600 starfsmenn og 115 þjónustustaði um allt land. Fall fjármálakerfisins og hrun íslensku krónunnar hafði mikil áhrif á skuldastöðu N1 hf., BNT hf. og Umtaks fasteignafélags ehf. Þrátt fyrir góða rekstrarafkomu N1 hf. var ljóst að skuldir BNT hf. og Umtaks fasteignafélags ehf. væru óviðráðanlegar að óbreyttu og því óhjákvæmilegt að endurskipuleggja fjárhag félaganna. Við endurskipulagningarferlið hefur stjórn og stjórnendur N1 hf. lagt ríka áherslu á að halda farsælum rekstri N1 áfram hnökralausum og standa þannig vörð um hag starfsfólks, viðskiptavina og birgja. Með framangreindum drögum að samkomulagi er ljóst að rekstri og þjónustu N1 hf. hefur verið komið í örugga höfn. Nú er unnið að áreiðanleikakönnun á N1 hf. sem undanfara formlegs samkomulags. Reiknað er með að vinnu við fjárhagslega endurskipulagningu ljúki að fullu í sumar. Stjórn félagsins mun að ósk lánardrottna sitja áfram þar til þeirri vinnu er lokið.
Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira