Chicago Bulls sendi sterk skilaboð til mótherja sinn í Austurdeildinni í gær þegar liðið lagði Boston Celtics á heimavelli, 97-81, í NBA deildinni í körfubolta. Aðeins tveir leikir fóru fram í gær en Portland vann Utah á útivelli 98-87. Flest lið deildarinnar eiga 3-4 leiki eftir í deildarkeppninni og úrslitakeppnina er handan við hornið.
Chicago er í efsta sæti Austurdeildar með 58 sigurleiki og 20 tapleiki en Boston er í öðru sæti með 54 sigra og 24 töp. Margir búast við því að þessi lið leiki til úrslita í Austurdeildinni og eftir sigurinn í gær er ljóst að Chicago er nánast búið að tryggja sér heimavallaréttinn í gegnum alla úrslitakeppnina í Austurdeildinni. Miami Heat, sem er í þriðja sæti, á ekki lengur möguleika á efsta sætinu og Boston á aðeins tölfræðilega möguleika á efsta sætinu.
Góður leikkafli Bulls í síðari hálfleik lagði grunninn að sigrinum en Chicago er eitt besta varnarlið deildarinnar. Derrick Rose skoraði alls 30 stig fyrir heimamenn og hann gaf 8 stoðsendingar en hann er mjög líklegur til þess að vera valin leikmaður ársins í lok deildarkeppninnar, MVP. Enski landsliðsmaðurinn Luol Deng skoraði 23 stig fyrir Chicago og Carlos Boozer skoraði 14 og tók 12 fráköst.
Paul Pierce, Kevin Garnett og Ray Allen náðu aðeins að skora 32 stig samtals og áttu þeir í vandræðum gegn sterkri vörn Chicago.
Það er ljóst hvaða átta lið leika til úrslita í Austurdeildinni og miðað við stöðuna eins og hún er núna þá mætast eftirfarandi lið:
Chicago (1) – Indiana (8)
Boston (2) – Philadelphia (7)
Miami (3) – New York (6)
Orlando (4) – Atlanta (5)
Hvernig er staðan fyrir úrslitakeppnina í Vesturdeildinni?Í Vesturdeildinni er aðeins barist um eitt laust sæti í úrslitakeppninni og þar eru það Memphis og Houston sem eiga möguleika á 8. sætinu. Houston er þremur sigurleikjumá eftir Memphis og það þarf allt að ganga upp hjá Houston á lokakaflanum til þess að það gangi upp.
Eins og staðan er núna þá mætast eftirfarandi lið í fyrstu umferð Vesturdeildar:
San Antonio Spurs (1) – Memphis (8)
LA Lakers (2) – New Orleans (7)
Dallas (3) – Portland (6)
Oklahoma (4) – Denver (5)
Körfubolti